Á flugvallarhótelinu í Aþenu 22. september 2004 00:01 Er núna staddur á flugvallarhóteli Sofitels við nýja glæsilega flugvöllinn í Aþenu. Er loks kominn aftur í almennilegt netsamband eftir næstum mánuð úti í Eyjahafinu, á Mykonos, Paros, Naxos, Koufonissi, Ios, Folegandros og loks Syros. Folegandros var best í þetta skipti. Íbúarnir álíka margir og í Búðardal, hótelið á klettabrún, aðallega asnar á vegunum, við borðuðum á sömu tavernunni öll kvöldin sem við vorum þar. Mig langar eiginlega ekki neitt að fara héðan. Ég fór í sjóinn að synda klukkan átta í morgun - með fjörgömlum og hraustum körlum á Syros. Það er alvöru lífsnautn. Vindurinn sem þeir kalla meltemi blés í marga daga, skipum sem við ætluðum að ferðast með seinkaði - mér finnst hann bara skemmtilegur þessi vindur. Verst að við vorum veðurteppt á Ios þar sem maður þarf helst að vera átján ára og þamba gosbjór. Ég hefði átt að vera þar ca. 1980. Nú er of seint. Þegar ég kem heim ætla ég að stofna ferðaskrifstofuna Grikklandsárið. Skil ekki, ég hef farið einum átta sinnum til Grikklands og aldrei rekist á Íslending þar. Hins vegar er talsvert um Norðmenn, Dani og Svía á sumum eyjanna. Grísku eyjarnar slá öllu við í lífsgæðum, veðrið þar, birtan, maturinn - tærleikinn. Sjórinn er hreinn, varla hefur neins staðar verið hlaðið niður stórum og ljótum byggingum. Það er tæpast spotti á strönd gervalls Spánar sem jafnast á við það sem er að finna á flestum eyjum í Hellas. --- --- --- Var á Naxos þegar Grikkir urðu Evrópumeistarar. Best fannst mér þegar lúðrasveitin var kölluð út eftir leikinn. Þrammaði fram og aftur eftir kajanum, stuttir og feitir, langir og mjóir, ungir og gamlir, í pressuðum hvítum skyrtum með kaskeiti. Minnti á senu úr Amarcord. Kári var örmagna og svaf þó skotið væri úr fallbyssum, flugeldar lýstu upp himininn, allir væru æpandi og þeytandi bílflautur og brunabíll eyjunnar keyrði í hringi með sírenuvæli. Grikkir eru mjög hrifnir af hávaða. Mér fannst halló þegar ég sá að varla var minnst á úrslitin daginn eftir í enskum blöðum. Geta menn virkilega verið spældir yfir því þegar latar og drembilátar stjörnur eins og Beckham, Zidane og co. fá á baukinn hjá vaskri sveit frá smáþjóð eins og Grikklandi? Ég fylgdist með sigrum þeirra yfir helstu knattspyrnuþjóðum og hreifst auðvitað með. Grikkir höfðu aldrei áður unnið sigur á svona knattspyrnumóti. Bolir með gríska fánanum handa strákum eins og Kára voru uppseldir í öllum búðum. Í staðinn fékk hann fána í höndina, sat í kerrunni og hrópaði "veiii" daginn sem úrslitaleikurinn var. Var glaður eins og Svejk þegar hann fór í stríðið í hjólastól. Fáninn týndist daginn eftir. --- --- --- Keyrði áðan framhjá Ólympíumannvirkjum sem eru að rísa hér í Aþenu. Ég hef áður lýst fyrirlitningu minni á Olympíuleikunum en ég ann Grikklandi og vona að allt blessist. Verst hvað er óhrjálegt hér víða við vegina. Menn reisa einhver mannvirki, yfirgefa þau svo hálfköruð eða hrunin og þurfa ekki að hreinsa neitt til eftir sig. Mesta böl þessarar borgar eru þó bifreiðar. Þær spilla líka mannlífinu í fornfrægum bæ eins og Ermopouli á eyjunni Syros. Hann er á stærð við Akureyri, fullur af skipstjóravillum og þykir minna á borgir í Suður-Evrópu eins og þær voru á 19. öld - með götuluktum og marmaralögðum torgum. En alls staðar eru bílar að troðast í gegn og stöðumælavörður dauðans sem þar starfar ræður ekki við neitt þó hann blási og blási í flautuna sína og rífist við bílstjórana. Ég myndi gera hann að samgönguráðherra Grikklands ef ég fengi einhverju ráðið. Á flestum hinna eyjanna komast bílar ekki inn í gömlu bæina - sem betur fer. Hér í Aþenu vonar maður að nýjar lestarleiðir sem á að fara að opna verði til bóta. Í Ermopouli er líka miniatur Scala. Byggt á kostnað einhvers sægreifans. Með níu sætaröðum á gólfi, en miklum stúkum eins og í fyrirmyndinni. Myndum af Verdi, Mozart og Hómer í loftinu. Flottasta leikhús sem ég man eftir að hafa komið í. --- --- --- Kári fór oft í sjóinn og fannst misgaman. Var óhess þegar hann fékk sand og salt í augun. Annars kátur. "Sjórinn er sterkur," varð honum að orði þegar vorum á ströndinni sem kallast Kolimbythres á Paros. Hún er reyndar hlý eins og súpa - víða annars staðar við eyjarnar er sjórinn býsna kaldur. Svo fékk hann smá sýkingu í annað augað. Við fórum á heilsugæslustöð og læknir skrifaði upp á dropa. Kostaði ekki neitt. Lyf eru líka furðulega ódýr hérna í Grikklandi. -- --- --- Hef varla haft nema pata af íslenskri pólitík. Hún verður hálf óraunveruleg - kannski líka lítilfjörleg og leiðinleg - þegar maður kemst burt frá henni í smá tíma. Hvað er annars að gerast? Hafa menn misst glóruna eða eru þeir bara svona óforskammaðir? Allavega virðist manni að sumir hafi endanlega misst sjónar á því um hvað stjórnmál snúast. Þetta lítur út eins og tómir útúrsnúningar. --- --- --- Flugvallarhótelið er þægilega alþjóðlegt og loftkælt. 40 stiga hiti úti. Flugstöðin nýja er hér beint á móti, bara að labba út og upp í flugvél. Fljúgum til Berlínar eldsnemma í fyrramálið. Komst að því áðan að flugvélin millilendir í Thessaloniki - sem magnar flughræðsluna hjá mér um allan helming. Nú segist Kári vilja sitja úti á svölunum. En það eru engar svalir á Sofitel - ólíkt því sem gerist á minnsta gistiheimili úti á eyjunum. Maður fer úr stuttbuxunum og sandölunum hérna og sendir jakkann smimendis í pressun. Það er sundlaug og heilsurækt hér uppi og meira að segja gourmetrestaurant með Reykjavíkurverðlagi. Nú var kona að koma með jakkann svo kannski verður mér hleypt þangað inn. Stendur að klæðnaðurinn eigi að vera "smart/casual". --- --- --- Velti fyrir mér: Skyldi Ísland vera eina landið í heiminum þar sem fiskur er ódýrari en kjöt á veitingahúsum? Grikkir kunna öllum þjóðum betur að elda fisk - en hann er oft hátt í þrisvar sinnum dýrari en kjötið sem sem fæst á veitingahúsusunum. --- --- --- Tek fram að myndina sem fylgir með tók ég sjálfur á farsímann minn. Hún er af hliðinu sem stendur við innsiglinguna til Naxos og mun vera frá 5 öld f. kr. Það leiðir ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Er núna staddur á flugvallarhóteli Sofitels við nýja glæsilega flugvöllinn í Aþenu. Er loks kominn aftur í almennilegt netsamband eftir næstum mánuð úti í Eyjahafinu, á Mykonos, Paros, Naxos, Koufonissi, Ios, Folegandros og loks Syros. Folegandros var best í þetta skipti. Íbúarnir álíka margir og í Búðardal, hótelið á klettabrún, aðallega asnar á vegunum, við borðuðum á sömu tavernunni öll kvöldin sem við vorum þar. Mig langar eiginlega ekki neitt að fara héðan. Ég fór í sjóinn að synda klukkan átta í morgun - með fjörgömlum og hraustum körlum á Syros. Það er alvöru lífsnautn. Vindurinn sem þeir kalla meltemi blés í marga daga, skipum sem við ætluðum að ferðast með seinkaði - mér finnst hann bara skemmtilegur þessi vindur. Verst að við vorum veðurteppt á Ios þar sem maður þarf helst að vera átján ára og þamba gosbjór. Ég hefði átt að vera þar ca. 1980. Nú er of seint. Þegar ég kem heim ætla ég að stofna ferðaskrifstofuna Grikklandsárið. Skil ekki, ég hef farið einum átta sinnum til Grikklands og aldrei rekist á Íslending þar. Hins vegar er talsvert um Norðmenn, Dani og Svía á sumum eyjanna. Grísku eyjarnar slá öllu við í lífsgæðum, veðrið þar, birtan, maturinn - tærleikinn. Sjórinn er hreinn, varla hefur neins staðar verið hlaðið niður stórum og ljótum byggingum. Það er tæpast spotti á strönd gervalls Spánar sem jafnast á við það sem er að finna á flestum eyjum í Hellas. --- --- --- Var á Naxos þegar Grikkir urðu Evrópumeistarar. Best fannst mér þegar lúðrasveitin var kölluð út eftir leikinn. Þrammaði fram og aftur eftir kajanum, stuttir og feitir, langir og mjóir, ungir og gamlir, í pressuðum hvítum skyrtum með kaskeiti. Minnti á senu úr Amarcord. Kári var örmagna og svaf þó skotið væri úr fallbyssum, flugeldar lýstu upp himininn, allir væru æpandi og þeytandi bílflautur og brunabíll eyjunnar keyrði í hringi með sírenuvæli. Grikkir eru mjög hrifnir af hávaða. Mér fannst halló þegar ég sá að varla var minnst á úrslitin daginn eftir í enskum blöðum. Geta menn virkilega verið spældir yfir því þegar latar og drembilátar stjörnur eins og Beckham, Zidane og co. fá á baukinn hjá vaskri sveit frá smáþjóð eins og Grikklandi? Ég fylgdist með sigrum þeirra yfir helstu knattspyrnuþjóðum og hreifst auðvitað með. Grikkir höfðu aldrei áður unnið sigur á svona knattspyrnumóti. Bolir með gríska fánanum handa strákum eins og Kára voru uppseldir í öllum búðum. Í staðinn fékk hann fána í höndina, sat í kerrunni og hrópaði "veiii" daginn sem úrslitaleikurinn var. Var glaður eins og Svejk þegar hann fór í stríðið í hjólastól. Fáninn týndist daginn eftir. --- --- --- Keyrði áðan framhjá Ólympíumannvirkjum sem eru að rísa hér í Aþenu. Ég hef áður lýst fyrirlitningu minni á Olympíuleikunum en ég ann Grikklandi og vona að allt blessist. Verst hvað er óhrjálegt hér víða við vegina. Menn reisa einhver mannvirki, yfirgefa þau svo hálfköruð eða hrunin og þurfa ekki að hreinsa neitt til eftir sig. Mesta böl þessarar borgar eru þó bifreiðar. Þær spilla líka mannlífinu í fornfrægum bæ eins og Ermopouli á eyjunni Syros. Hann er á stærð við Akureyri, fullur af skipstjóravillum og þykir minna á borgir í Suður-Evrópu eins og þær voru á 19. öld - með götuluktum og marmaralögðum torgum. En alls staðar eru bílar að troðast í gegn og stöðumælavörður dauðans sem þar starfar ræður ekki við neitt þó hann blási og blási í flautuna sína og rífist við bílstjórana. Ég myndi gera hann að samgönguráðherra Grikklands ef ég fengi einhverju ráðið. Á flestum hinna eyjanna komast bílar ekki inn í gömlu bæina - sem betur fer. Hér í Aþenu vonar maður að nýjar lestarleiðir sem á að fara að opna verði til bóta. Í Ermopouli er líka miniatur Scala. Byggt á kostnað einhvers sægreifans. Með níu sætaröðum á gólfi, en miklum stúkum eins og í fyrirmyndinni. Myndum af Verdi, Mozart og Hómer í loftinu. Flottasta leikhús sem ég man eftir að hafa komið í. --- --- --- Kári fór oft í sjóinn og fannst misgaman. Var óhess þegar hann fékk sand og salt í augun. Annars kátur. "Sjórinn er sterkur," varð honum að orði þegar vorum á ströndinni sem kallast Kolimbythres á Paros. Hún er reyndar hlý eins og súpa - víða annars staðar við eyjarnar er sjórinn býsna kaldur. Svo fékk hann smá sýkingu í annað augað. Við fórum á heilsugæslustöð og læknir skrifaði upp á dropa. Kostaði ekki neitt. Lyf eru líka furðulega ódýr hérna í Grikklandi. -- --- --- Hef varla haft nema pata af íslenskri pólitík. Hún verður hálf óraunveruleg - kannski líka lítilfjörleg og leiðinleg - þegar maður kemst burt frá henni í smá tíma. Hvað er annars að gerast? Hafa menn misst glóruna eða eru þeir bara svona óforskammaðir? Allavega virðist manni að sumir hafi endanlega misst sjónar á því um hvað stjórnmál snúast. Þetta lítur út eins og tómir útúrsnúningar. --- --- --- Flugvallarhótelið er þægilega alþjóðlegt og loftkælt. 40 stiga hiti úti. Flugstöðin nýja er hér beint á móti, bara að labba út og upp í flugvél. Fljúgum til Berlínar eldsnemma í fyrramálið. Komst að því áðan að flugvélin millilendir í Thessaloniki - sem magnar flughræðsluna hjá mér um allan helming. Nú segist Kári vilja sitja úti á svölunum. En það eru engar svalir á Sofitel - ólíkt því sem gerist á minnsta gistiheimili úti á eyjunum. Maður fer úr stuttbuxunum og sandölunum hérna og sendir jakkann smimendis í pressun. Það er sundlaug og heilsurækt hér uppi og meira að segja gourmetrestaurant með Reykjavíkurverðlagi. Nú var kona að koma með jakkann svo kannski verður mér hleypt þangað inn. Stendur að klæðnaðurinn eigi að vera "smart/casual". --- --- --- Velti fyrir mér: Skyldi Ísland vera eina landið í heiminum þar sem fiskur er ódýrari en kjöt á veitingahúsum? Grikkir kunna öllum þjóðum betur að elda fisk - en hann er oft hátt í þrisvar sinnum dýrari en kjötið sem sem fæst á veitingahúsusunum. --- --- --- Tek fram að myndina sem fylgir með tók ég sjálfur á farsímann minn. Hún er af hliðinu sem stendur við innsiglinguna til Naxos og mun vera frá 5 öld f. kr. Það leiðir ekki neitt.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun