Samninganefndinni ekki skipt út 13. október 2005 14:41 Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli. Forystumenn samningsaðila bundu miklar vonir við samninginn sem gerður var árið 2001. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem þá var formaður Félags grunnskólakennara, sagði hann mjög merkilegan og vinnubrögð við gerð hans til eftirbreytni. Um þessar mundir er þó megn óánægja meðal kennara með þennan sama samning. Lækkun á kennsluskyldu sé ekki virk og sveitarfélög fái yfirvinnu innta af hendi frá kennurum án þess að greiða fyrir, svo fátt eitt sé nefnt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir framkvæmd núgildandi samnings ekki í takt við það sem rætt hafi verið um við samningaborðið síðast. Að hluta til sama fólk skipar samninganefndina og síðast að sögn Eiríks. Spurður hvort tími sé kominn á að skipt verði um fólk í brúnni segist formaðurinn ekki álíta svo hvað varðar fólkið sem hann sé að vinna með. Varðandi sjálfan sig kvaðst hann ekki geta svarað spurningunni. Eiríkur segir engin ný útspil í undirbúningi af hálfu kennara fyrir næsta samningafund deilenda sem verður á fimmtudag. „Við erum ekki tibúin að víkja frá okkar kostnaðarramma á meðan sveitarfélögin hreyfa sig ekkert, og engin hreyfing hefur átt sér stað síðan í maí,“ segir Eiríkur. Formaðurinn kveðst ekki vita hversu langt verkfallið verði og segist ekki sjá fyrir sér hvort til greina komi að bæta börnunum upp missi úr skóla með kennslu næsta sumar. Það sé í hendi sveitarfélaganna en kennarar muni alla vega ekki vinna upp verkfallið í frívinnu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli. Forystumenn samningsaðila bundu miklar vonir við samninginn sem gerður var árið 2001. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem þá var formaður Félags grunnskólakennara, sagði hann mjög merkilegan og vinnubrögð við gerð hans til eftirbreytni. Um þessar mundir er þó megn óánægja meðal kennara með þennan sama samning. Lækkun á kennsluskyldu sé ekki virk og sveitarfélög fái yfirvinnu innta af hendi frá kennurum án þess að greiða fyrir, svo fátt eitt sé nefnt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir framkvæmd núgildandi samnings ekki í takt við það sem rætt hafi verið um við samningaborðið síðast. Að hluta til sama fólk skipar samninganefndina og síðast að sögn Eiríks. Spurður hvort tími sé kominn á að skipt verði um fólk í brúnni segist formaðurinn ekki álíta svo hvað varðar fólkið sem hann sé að vinna með. Varðandi sjálfan sig kvaðst hann ekki geta svarað spurningunni. Eiríkur segir engin ný útspil í undirbúningi af hálfu kennara fyrir næsta samningafund deilenda sem verður á fimmtudag. „Við erum ekki tibúin að víkja frá okkar kostnaðarramma á meðan sveitarfélögin hreyfa sig ekkert, og engin hreyfing hefur átt sér stað síðan í maí,“ segir Eiríkur. Formaðurinn kveðst ekki vita hversu langt verkfallið verði og segist ekki sjá fyrir sér hvort til greina komi að bæta börnunum upp missi úr skóla með kennslu næsta sumar. Það sé í hendi sveitarfélaganna en kennarar muni alla vega ekki vinna upp verkfallið í frívinnu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira