Krefst fjögurra ára fangelsis 30. september 2004 00:01 Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sérstaklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á honum þar sem hann lá í gólfinu. Stefán hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburðir í hinum tveimur líkamsárásunum eru mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síðasta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrirmyndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslulausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi verið fram á vegna hagsmuna almennings. Verjandinn segir Stefán hafa beðið fangelsismálayfirvöld um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neitað vegna agabrota. "Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur verið óþekkur allt sitt líf," sagði verjandinn. Þegar hann hafi svo losnað út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á heimili sínu á Skeljagranda árið 2002, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sérstaklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á honum þar sem hann lá í gólfinu. Stefán hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburðir í hinum tveimur líkamsárásunum eru mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síðasta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrirmyndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslulausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi verið fram á vegna hagsmuna almennings. Verjandinn segir Stefán hafa beðið fangelsismálayfirvöld um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neitað vegna agabrota. "Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur verið óþekkur allt sitt líf," sagði verjandinn. Þegar hann hafi svo losnað út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á heimili sínu á Skeljagranda árið 2002, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira