Jón Steinar ekki hæfastur 30. september 2004 00:01 Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu á þeim forsendum að ráðherra hafi brotið jafnréttislög og góða stjórnsýsluhætti við skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embættið. Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, hefur sagt að Hæstiréttur hafi gengið fulllangt í hæfnismati og eigi aðeins að meta hæfi umsækjenda. Stefán segir það gott og blessað sjónarmið en vandinn sé sá að lögin eru svona í dag. Stefán vísar þar í lög um dómstóla sem kveða á um að áður en skipað verður í dómaraembætti skuli dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sem dómurinn taldi standa næst þeim Eiríki og Stefáni Má að hæfni, segir ráðherra hvort tveggja hafa brotið gegn lögum um jafnrétti og góðum stjórnsýsluháttum með skipan Jóns Steinars. Hann undirbýr nú dómsmál fyrir hönd Hjördísar en frá því snemma í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli hennar og ráðuneytisins, eða frá því kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar gengið var framhjá Hjördísi við skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Lögmaður Hjördísar segir skipan Jóns Steinars styrkja málstað Hjördísar enn frekar enda hafi dómurinn talið Hjördísi hæfari umsækjenda. Hann segist ekki geta dregið aðrar ályktanir af umsögninni og áliti kærunefndar í vor en að það sé verið að brjóta viljandi gegn Hjördísi. „Það er óásættanlegt,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu á þeim forsendum að ráðherra hafi brotið jafnréttislög og góða stjórnsýsluhætti við skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embættið. Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, hefur sagt að Hæstiréttur hafi gengið fulllangt í hæfnismati og eigi aðeins að meta hæfi umsækjenda. Stefán segir það gott og blessað sjónarmið en vandinn sé sá að lögin eru svona í dag. Stefán vísar þar í lög um dómstóla sem kveða á um að áður en skipað verður í dómaraembætti skuli dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sem dómurinn taldi standa næst þeim Eiríki og Stefáni Má að hæfni, segir ráðherra hvort tveggja hafa brotið gegn lögum um jafnrétti og góðum stjórnsýsluháttum með skipan Jóns Steinars. Hann undirbýr nú dómsmál fyrir hönd Hjördísar en frá því snemma í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli hennar og ráðuneytisins, eða frá því kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar gengið var framhjá Hjördísi við skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Lögmaður Hjördísar segir skipan Jóns Steinars styrkja málstað Hjördísar enn frekar enda hafi dómurinn talið Hjördísi hæfari umsækjenda. Hann segist ekki geta dregið aðrar ályktanir af umsögninni og áliti kærunefndar í vor en að það sé verið að brjóta viljandi gegn Hjördísi. „Það er óásættanlegt,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira