Vegagerðinni synjað um leyfi 13. október 2005 14:44 Bæjarstjórn Ölfuss synjaði Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna nýs vegar um Svínahraun fyrir helgi. Synjunin gæti orðið til þess að vegabæturnar frestist um fjölda ára. Fyrirhugað er að stytta þjóðveginn um Svínahraun og taka af um leið tvær varasamar beygjur, annars vegar fyrir neðan Hveradalabrekkuna og hins vegar við gatnamót Þrengslavegar. Upphaflega stóð til að bjóða út verkið snemma á þessu ári og átti vegurinn að vera tilbúinn nú í haust. Þá var hugmyndin að gatnamótin til Þorlákshafnar yrðu ekki mislæg heldur hefðbundin. Ölfusingar hafa hins vegar ákaft þrýst á að þarna verði mislæg gatnamót. Til að höggva á hnútinn hugðist Vegagerðin síðar í þessum mánuði bjóða verkið út með báðum þessum valkostum til að fá samanburð á kostnaði. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði því hins vegar fyrir helgi að veita framkvæmdaleyfi á þeim grundvelli að báðir kostir kæmu til greina og hefur með samþykkt sinni í raun sett það skilyrði að þarna verði mislæg gatnamót. Hjá Vegagerðinni eru menn nú að skoða hvernig bregðast eigi við þessari óvæntu uppákomu. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er meðal annars verið að skoða þann möguleika að kæra samþykkt bæjarstjórnarinnar til félagsmálaráðuneytis til að láta reyna á gildi hennar. Þá er frekari töf á útboði talin auka líkur á því að nýr vegur um Svínahraun lendi í hópi þeirra framkvæmda sem Vegagerðinni þarf að skera niður. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nærri tveggja milljarða niðurskurði á næsta ári til vegamála. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Bæjarstjórn Ölfuss synjaði Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna nýs vegar um Svínahraun fyrir helgi. Synjunin gæti orðið til þess að vegabæturnar frestist um fjölda ára. Fyrirhugað er að stytta þjóðveginn um Svínahraun og taka af um leið tvær varasamar beygjur, annars vegar fyrir neðan Hveradalabrekkuna og hins vegar við gatnamót Þrengslavegar. Upphaflega stóð til að bjóða út verkið snemma á þessu ári og átti vegurinn að vera tilbúinn nú í haust. Þá var hugmyndin að gatnamótin til Þorlákshafnar yrðu ekki mislæg heldur hefðbundin. Ölfusingar hafa hins vegar ákaft þrýst á að þarna verði mislæg gatnamót. Til að höggva á hnútinn hugðist Vegagerðin síðar í þessum mánuði bjóða verkið út með báðum þessum valkostum til að fá samanburð á kostnaði. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði því hins vegar fyrir helgi að veita framkvæmdaleyfi á þeim grundvelli að báðir kostir kæmu til greina og hefur með samþykkt sinni í raun sett það skilyrði að þarna verði mislæg gatnamót. Hjá Vegagerðinni eru menn nú að skoða hvernig bregðast eigi við þessari óvæntu uppákomu. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er meðal annars verið að skoða þann möguleika að kæra samþykkt bæjarstjórnarinnar til félagsmálaráðuneytis til að láta reyna á gildi hennar. Þá er frekari töf á útboði talin auka líkur á því að nýr vegur um Svínahraun lendi í hópi þeirra framkvæmda sem Vegagerðinni þarf að skera niður. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nærri tveggja milljarða niðurskurði á næsta ári til vegamála.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira