ASÍ ósamkvæmt sjálfu sér 14. október 2004 00:01 Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tvískinnung. Óskar segir sambandið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregðist það hart við þegar Sólbaksmenn semji við sína vinnuveitendur án milligöngu stéttarfélaga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnisferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pokann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrum vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili þá situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni leigubílsstýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félagið orðið almennt bifreiðastjórafélag en ekki einungis fyrir rútubílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að aðhafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætanlegu tjóni. "Þess vegna kom þetta mjög flatt upp á okkur að Alþýðusambandið skyldi hafa mótmælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið algerlega á bak orða sinna gagnvart okkur," segir Óskar sem ítrekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sólbakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. "Það er gott til þess að líta að menn geti skipt um skoðun í þessum efnum því við héldum því alla tíð fram að þetta væri ólöglegt." Sleipnir hefur krafið Alþýðusambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tvískinnung. Óskar segir sambandið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregðist það hart við þegar Sólbaksmenn semji við sína vinnuveitendur án milligöngu stéttarfélaga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnisferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pokann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrum vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili þá situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni leigubílsstýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félagið orðið almennt bifreiðastjórafélag en ekki einungis fyrir rútubílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að aðhafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætanlegu tjóni. "Þess vegna kom þetta mjög flatt upp á okkur að Alþýðusambandið skyldi hafa mótmælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið algerlega á bak orða sinna gagnvart okkur," segir Óskar sem ítrekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sólbakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. "Það er gott til þess að líta að menn geti skipt um skoðun í þessum efnum því við héldum því alla tíð fram að þetta væri ólöglegt." Sleipnir hefur krafið Alþýðusambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira