Leður beint frá Spáni 21. október 2004 00:01 Tískuverslunin Zara hefur glatt landann í dágóðan tíma með góðu vöruúrvali og lága verðinu beint frá Spáni. Hægt er að fá allt frá skóm og buxum til ilmvatns og belta í versluninni og sleppur buddan ágætlega frá verslunarferð í Zöru. Spænska leðrið er afskaplega vandað og auðvitað býður Zara viðskiptavinum upp á það. Í versluninni er hægt að fá fallegar leðurtöskur, jafnt stórar sem smáar, á bilinu fimm til ellefu þúsund sem telst ekki hátt verð fyrir ekta leður. Zara hefur alltaf boðið upp á töskur bæði fyrir stráka og stelpur og er úrvalið ekki af verri endanum. Bæði kanínuskinnstöskur og slönguskinnstöskur eru á boðstólum. Einnig selur verslunin óekta leðurtöskur en að sögn starfsmanna í versluninni kýs fólk frekar þessar ekta þar sem verðmunurinn er ekki mikill. Tískan í töskunum í dag eru stórar og vígalegar leðurtöskur og svo pen veski þegar á að lyfta sér upp.Svart er alltaf í tísku en þessi taska er á 9.995 krónur.Mynd/E.ÓlÞessi ljósbrúna taska er falleg í laginu og er á 6.995 krónur.Mynd/E.ÓlBleik og sæt fyrir dömurnar á 5.795 krónur.Mynd/E.ÓlTöff kúrekataska og kúrekastígvél í stíl. Taskan er á 4.795 krónur en stígvélin á 8.995 krónur.Mynd/E.ÓlFalleg græn rúskinnstaska og pæjulegir skór í stíl. Taskan er á 5.995 krónur en skórnir á 6.995 krónur.Mynd/E.ÓlLjós- og dökkbrún taska á 7.795 krónur og algjörir skvísuskór í stíl á 6.995 krónur.Mynd/E.Ól Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Tískuverslunin Zara hefur glatt landann í dágóðan tíma með góðu vöruúrvali og lága verðinu beint frá Spáni. Hægt er að fá allt frá skóm og buxum til ilmvatns og belta í versluninni og sleppur buddan ágætlega frá verslunarferð í Zöru. Spænska leðrið er afskaplega vandað og auðvitað býður Zara viðskiptavinum upp á það. Í versluninni er hægt að fá fallegar leðurtöskur, jafnt stórar sem smáar, á bilinu fimm til ellefu þúsund sem telst ekki hátt verð fyrir ekta leður. Zara hefur alltaf boðið upp á töskur bæði fyrir stráka og stelpur og er úrvalið ekki af verri endanum. Bæði kanínuskinnstöskur og slönguskinnstöskur eru á boðstólum. Einnig selur verslunin óekta leðurtöskur en að sögn starfsmanna í versluninni kýs fólk frekar þessar ekta þar sem verðmunurinn er ekki mikill. Tískan í töskunum í dag eru stórar og vígalegar leðurtöskur og svo pen veski þegar á að lyfta sér upp.Svart er alltaf í tísku en þessi taska er á 9.995 krónur.Mynd/E.ÓlÞessi ljósbrúna taska er falleg í laginu og er á 6.995 krónur.Mynd/E.ÓlBleik og sæt fyrir dömurnar á 5.795 krónur.Mynd/E.ÓlTöff kúrekataska og kúrekastígvél í stíl. Taskan er á 4.795 krónur en stígvélin á 8.995 krónur.Mynd/E.ÓlFalleg græn rúskinnstaska og pæjulegir skór í stíl. Taskan er á 5.995 krónur en skórnir á 6.995 krónur.Mynd/E.ÓlLjós- og dökkbrún taska á 7.795 krónur og algjörir skvísuskór í stíl á 6.995 krónur.Mynd/E.Ól
Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira