Stoðir kjarasamninga eru að bresta 23. október 2004 00:01 Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. "Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samningsforsendur," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launahækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemjara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. "Þannig er hin stoð kjarasamninganna fokin líka," segir Kristján. "Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun," segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kennara. "Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launanefndina hafa fullt samningaumboð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar kennara hefur verið boðaður þann 5. nóvember næstkomandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. "Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samningsforsendur," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launahækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemjara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. "Þannig er hin stoð kjarasamninganna fokin líka," segir Kristján. "Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun," segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kennara. "Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launanefndina hafa fullt samningaumboð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar kennara hefur verið boðaður þann 5. nóvember næstkomandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira