Ferðin ekki verkfallsbrot 24. október 2004 00:01 Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot. Stöð 2 sagði í gær frá námsferð starfsfólks Ingunnarskóla til Bandaríkjanna næsta föstudag. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri segir ekki unnt að færa ferðina eða fresta henni. Hún segir hana eiga eftir að skila sér út í skólastarfið og gagnast bæði nemendum og kennurum. Skólinn sem sé verið að heimsækja í Minneapolis sé með opið heimasvæði, líkt og Ingunnarskóli, og það eigi vafalítið eftir að skila sér að læra af reynslu annarra. Kennarar og starfsfólk hafa fengið styrk til fararinnar frá Kennarasambandinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem þau greiða hluta ferðakostnaðar sjálf. Forysta stéttarfélagsins segir þetta í lagi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppilegt í miðju verkfalli segist Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, ekki meta það svo. Það hafi verið tekið á þessu máli löngu fyrir verkfall og þá sett það viðmið að þar sem væri verið að flytja til vinnu, af sumri og inn á vetur, þá væri þetta heimilt þótt verkfall væri yfirstandandi. Deilendur funda með ríkisstjórn á morgun og Eiríkur segist fara með opnum huga á þann fund. Hann útilokar ekki að deilunni verði skotið til gerðardóms en segir skipta máli á hvaða forsendum það sé gert. „Ég hef nefnt það sem dæmi að fyrir allmörgum áraum var það markmið alþingismanna að þingfarakaupið næði jöfnuði við kennarakaupið. Ef menn eru t.a.m. að hugsa um að jafna kennarakaupið upp í þingfarakaupið þá vil ég skoða þann möguleika. Það er samt forsendurnar sem skipta máli,“ segir formaður Kennarasambandsins. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot. Stöð 2 sagði í gær frá námsferð starfsfólks Ingunnarskóla til Bandaríkjanna næsta föstudag. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri segir ekki unnt að færa ferðina eða fresta henni. Hún segir hana eiga eftir að skila sér út í skólastarfið og gagnast bæði nemendum og kennurum. Skólinn sem sé verið að heimsækja í Minneapolis sé með opið heimasvæði, líkt og Ingunnarskóli, og það eigi vafalítið eftir að skila sér að læra af reynslu annarra. Kennarar og starfsfólk hafa fengið styrk til fararinnar frá Kennarasambandinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem þau greiða hluta ferðakostnaðar sjálf. Forysta stéttarfélagsins segir þetta í lagi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppilegt í miðju verkfalli segist Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, ekki meta það svo. Það hafi verið tekið á þessu máli löngu fyrir verkfall og þá sett það viðmið að þar sem væri verið að flytja til vinnu, af sumri og inn á vetur, þá væri þetta heimilt þótt verkfall væri yfirstandandi. Deilendur funda með ríkisstjórn á morgun og Eiríkur segist fara með opnum huga á þann fund. Hann útilokar ekki að deilunni verði skotið til gerðardóms en segir skipta máli á hvaða forsendum það sé gert. „Ég hef nefnt það sem dæmi að fyrir allmörgum áraum var það markmið alþingismanna að þingfarakaupið næði jöfnuði við kennarakaupið. Ef menn eru t.a.m. að hugsa um að jafna kennarakaupið upp í þingfarakaupið þá vil ég skoða þann möguleika. Það er samt forsendurnar sem skipta máli,“ segir formaður Kennarasambandsins.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira