Flókinn heilaþvottur Egill Helgason skrifar 24. október 2004 00:01 Laugarásbíó: The Manchurian Candidate The Manchurian Candidate er frekar boring og langsótt endurgerð á gamla kaldastríðsþrillernum með sama nafni, gerðum 1962. Sú mynd - með Frank Sinatra, Laurence Harvey og Angela Lansbury í aðalhlutverkum - lýsti fullkomlega paranoiu kalda stríðsins, djöfullegum plottum og órum um heilaþvott. Hún telst vera í flokki klassískra kvikmynda. Þessi mynd reynir nokkuð samviskusamlega að feta í fótsporin - þetta er pólitísk spennumynd með óvæntum vendingum í söguþræði. Mansjúría sem í fyrri myndinni var nafn á landsvæði undir stjórn kommúnista er nú orðin ofurvaldamikill auðhringur. Kóreustríðið er Írak. Vondu kapítalistarnir eru með mjög flóknum vélarbrögðum að reyna að koma ungum stjórnmálamanni sem þeir hafa heilaþvegið í Hvíta húsið. Hængurinn er auðvitað sá að þeir eru þegar búnir að því, með allmiklu einfaldari hætti en í myndinni. Að því leyti er þetta nokkuð raunverulegt - það mætti jafnvel skilja myndina sem ádeilu. En þá ætti hún í rauninni að heita The Haliburton Candidate en varaforsetaefnið djöfullega væri Dick Cheney. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Laugarásbíó: The Manchurian Candidate The Manchurian Candidate er frekar boring og langsótt endurgerð á gamla kaldastríðsþrillernum með sama nafni, gerðum 1962. Sú mynd - með Frank Sinatra, Laurence Harvey og Angela Lansbury í aðalhlutverkum - lýsti fullkomlega paranoiu kalda stríðsins, djöfullegum plottum og órum um heilaþvott. Hún telst vera í flokki klassískra kvikmynda. Þessi mynd reynir nokkuð samviskusamlega að feta í fótsporin - þetta er pólitísk spennumynd með óvæntum vendingum í söguþræði. Mansjúría sem í fyrri myndinni var nafn á landsvæði undir stjórn kommúnista er nú orðin ofurvaldamikill auðhringur. Kóreustríðið er Írak. Vondu kapítalistarnir eru með mjög flóknum vélarbrögðum að reyna að koma ungum stjórnmálamanni sem þeir hafa heilaþvegið í Hvíta húsið. Hængurinn er auðvitað sá að þeir eru þegar búnir að því, með allmiklu einfaldari hætti en í myndinni. Að því leyti er þetta nokkuð raunverulegt - það mætti jafnvel skilja myndina sem ádeilu. En þá ætti hún í rauninni að heita The Haliburton Candidate en varaforsetaefnið djöfullega væri Dick Cheney.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira