Vilja allt sorp til Þorlákshafnar 28. október 2004 00:01 "Menn hafa tekið mjög vel í þessar hugmyndir og þær eru til skoðunar uppi á borðinu núna," sagði Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri í Ölfusi, sem athugar málið ásamt Alfreð Þorsteinssyni stjórnarformanni Sorpu, svo og Ögmund Einarsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þessar hugmyndir eru liður í framtíðarskipulagi sorpmála á Suðurlandi. Ágreiningur hefur verið um starfsemi Sorpstöðvar Suðurlands, en samkomulag til lausnar honum verður kynnt fulltrúum aðildarsveitarfélaganna í dag. Ólafur Áki sagði, að menn væri farnir að horfa á málið í samhengi eftir þetta. "Höfuðborgarsvæðið hefur ekki endalaust pláss í Álfsnesi," sagði hann. "Við höfum bent á að við höfum gott svæði fyrir vestan Þorlákshöfn, þar sem gaman væri að gera stöð sem myndi uppfylla nútímakröfur um eyðingu sorps. Við höfum áhuga á að þetta verði í samstarfi við Landgræðsluna og Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi. Við höfum rætt þetta við yfirmenn sorpmála í Reykjavík og menn eru að skoða þennan möguleika." Ólafur Áki sagði að þessi breyting gæti orðið á næstu 4 - 6 árum. Þá væri ekki verið að tala um að urða allt sorp af þessu stóra svæði, heldur aðeins örlítinn hluta þess. Öðru yrði eytt eða það endurunnið. Hann sagði enn fremur að sorpurðun Sorpstöðvar Suðurlands í Kirkjuferjuhjáleigu yrði þar með úr sögunni, enda ætti hún ekki heima á þessu svæði, þar sem land væri að aukast að verðmætum og mikil uppbygging í gangi. Sá staður væri barn síns tíma. Stórt sorpsamlag á suðvesturhorninu gæti allt eins verið í eigu fyrirtækis eins og sveitarfélaganna. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
"Menn hafa tekið mjög vel í þessar hugmyndir og þær eru til skoðunar uppi á borðinu núna," sagði Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri í Ölfusi, sem athugar málið ásamt Alfreð Þorsteinssyni stjórnarformanni Sorpu, svo og Ögmund Einarsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þessar hugmyndir eru liður í framtíðarskipulagi sorpmála á Suðurlandi. Ágreiningur hefur verið um starfsemi Sorpstöðvar Suðurlands, en samkomulag til lausnar honum verður kynnt fulltrúum aðildarsveitarfélaganna í dag. Ólafur Áki sagði, að menn væri farnir að horfa á málið í samhengi eftir þetta. "Höfuðborgarsvæðið hefur ekki endalaust pláss í Álfsnesi," sagði hann. "Við höfum bent á að við höfum gott svæði fyrir vestan Þorlákshöfn, þar sem gaman væri að gera stöð sem myndi uppfylla nútímakröfur um eyðingu sorps. Við höfum áhuga á að þetta verði í samstarfi við Landgræðsluna og Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi. Við höfum rætt þetta við yfirmenn sorpmála í Reykjavík og menn eru að skoða þennan möguleika." Ólafur Áki sagði að þessi breyting gæti orðið á næstu 4 - 6 árum. Þá væri ekki verið að tala um að urða allt sorp af þessu stóra svæði, heldur aðeins örlítinn hluta þess. Öðru yrði eytt eða það endurunnið. Hann sagði enn fremur að sorpurðun Sorpstöðvar Suðurlands í Kirkjuferjuhjáleigu yrði þar með úr sögunni, enda ætti hún ekki heima á þessu svæði, þar sem land væri að aukast að verðmætum og mikil uppbygging í gangi. Sá staður væri barn síns tíma. Stórt sorpsamlag á suðvesturhorninu gæti allt eins verið í eigu fyrirtækis eins og sveitarfélaganna.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira