Hópur kennara vill fella tillöguna 29. október 2004 00:01 Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kennara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óánægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju kristallaðist á trúnaðarfundi svæðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar samþykkt var ályktun um að ef miðlunartillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimldum blaðsins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögulegt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallsjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verkfallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er nánast eins og innanhússtilagan sem hann bar á borð viðsemjenda á föstudaginn fyrir viku síðan. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósent kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillagan felur í sér rétt rúmlega 26 prósenta kostnaðarhækkun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kennara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óánægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju kristallaðist á trúnaðarfundi svæðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar samþykkt var ályktun um að ef miðlunartillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimldum blaðsins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögulegt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallsjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verkfallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er nánast eins og innanhússtilagan sem hann bar á borð viðsemjenda á föstudaginn fyrir viku síðan. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósent kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillagan felur í sér rétt rúmlega 26 prósenta kostnaðarhækkun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira