Gæti vart verið jafnara 31. október 2004 00:01 Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Óvíst er hvort og þá hvaða áhrif nýtt myndband með hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden hefur á hug kjósenda. Hingað til hafa kannanir sýnt að Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, George W. Bush, betur en demókratanum John Kerry til að stýra baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Kerry reyndi að vinna gegn því með því að ítreka fyrri orð sín um að Bush hefði klúðrað málum þegar bin Laden slapp úr herkví í Afganistan. Sérfræðingar sem sjónvarpsstöðin CBS ræddi við töldu ólíklegt að myndbandið frá bin Laden hefði mikil áhrif á kosningarnar. Ef það hefði einhver áhrif væru meiri líkur á því að myndbandið hjálpaði Bush en Kerry. Washington Post ræddi við tugi kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað var herti myndbandið fólk í þeirri afstöðu sem það hafði þegar tekið en varð ekki til að breyta henni. Bæði Kerry og Bush voru á ferð og flugi í kosningabaráttunni í gær til að reyna að sannfæra kjósendur á lokasprettinum. Almennt er talið að baráttan standi um sigur í um það bil tíu ríkjum þar sem úrslitin eru óráðin, annars staðar sé annar hvor frambjóðandinn þegar búinn að tryggja sér sigur. Nýjustu kannanir:KönnunBushKerryBirtFox46%46%31.10TIPP48%43%31.10Zogby48%48%31.10ARG48%48%31.10ABC48%48%31.10 Kjörmannaskipting:MiðillBushKerryÓvístMSNBC22723279LA Times168153217New York Times22722586Washington Post22723279 Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Óvíst er hvort og þá hvaða áhrif nýtt myndband með hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden hefur á hug kjósenda. Hingað til hafa kannanir sýnt að Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, George W. Bush, betur en demókratanum John Kerry til að stýra baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Kerry reyndi að vinna gegn því með því að ítreka fyrri orð sín um að Bush hefði klúðrað málum þegar bin Laden slapp úr herkví í Afganistan. Sérfræðingar sem sjónvarpsstöðin CBS ræddi við töldu ólíklegt að myndbandið frá bin Laden hefði mikil áhrif á kosningarnar. Ef það hefði einhver áhrif væru meiri líkur á því að myndbandið hjálpaði Bush en Kerry. Washington Post ræddi við tugi kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað var herti myndbandið fólk í þeirri afstöðu sem það hafði þegar tekið en varð ekki til að breyta henni. Bæði Kerry og Bush voru á ferð og flugi í kosningabaráttunni í gær til að reyna að sannfæra kjósendur á lokasprettinum. Almennt er talið að baráttan standi um sigur í um það bil tíu ríkjum þar sem úrslitin eru óráðin, annars staðar sé annar hvor frambjóðandinn þegar búinn að tryggja sér sigur. Nýjustu kannanir:KönnunBushKerryBirtFox46%46%31.10TIPP48%43%31.10Zogby48%48%31.10ARG48%48%31.10ABC48%48%31.10 Kjörmannaskipting:MiðillBushKerryÓvístMSNBC22723279LA Times168153217New York Times22722586Washington Post22723279
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira