Tvísýnt með Þórólf 1. nóvember 2004 00:01 Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft vitneskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sínum með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvísleg málefni voru rædd. Í minnisblaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér saman í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykjavíkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélaganna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélaganna í Reykjavík, formanni Samfylkingarfélags Reykjavíkur og formanns Vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk framtíð Þórólfs var rædd. Þá vildi fulltrúi Vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næstunni. Auk þess koma fulltrúar Vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmælendur blaðsins útilokað að Þórólfur verði nokkurn tímann í framboði fyrir Reykjavíkurlistann. Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft vitneskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sínum með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvísleg málefni voru rædd. Í minnisblaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér saman í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykjavíkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélaganna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélaganna í Reykjavík, formanni Samfylkingarfélags Reykjavíkur og formanns Vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk framtíð Þórólfs var rædd. Þá vildi fulltrúi Vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næstunni. Auk þess koma fulltrúar Vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmælendur blaðsins útilokað að Þórólfur verði nokkurn tímann í framboði fyrir Reykjavíkurlistann.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira