Forsætisráðherra olíufélaganna 8. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson krafðist þess í umræðum á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson bæði afsökunar á því að hafa kallað hann sérstakan forsætisráðherra olíufélaganna. Snörp orðaskipti um olíumálið voru á þinginu. Þegar einhver stelur er ætlast til þess í siðuðu samfélagi að sá skaði sé bættur að fullu, sagði Össur Skarphéðinsson í upphafi fyrirspurnar til forsætisráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði Samkeppnisstofnun hafa metið þann skaða, sem olíufélögin hefðu valdið samfélaginu með áralöngu ólögmætu samráði, vera um sex milljarða króna. Því dugi ekki til að sekta félögin um tæpa þrjá milljarða. Í framhaldi af afsökunarbeiðni olíufélaganna sagðist Össur vilja láta reyna á það hvort þau séu reiðubúin að endurgreiða samfélaginu upphæðina sem Samkeppnisstofun nefnir og sagði hann eðlilegt að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefði forgöngu um slíkar viðræður. Forsætisráðherra benti á að málinu væri ekki lokið á öllum stigum réttarkerfisins. Hann spurði Össur hvort hannn hefði ekki heyrt talað um aðskilnað dómsvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds, og, hvort hann væri að leggja til breytingu á stjórnarskránni. Össur spurði þá á móti hvort Halldór væri forsætisráðherra olíufélaganna. Halldór sagði úrskurðarnefnd samkeppnismála hafa verið setta á stofn til að fjalla um þetta mál og lög sett sem kveða á um hvernig skuli taka á málum sem þessum fyrir dómstólum. Össur sagði það þá vera til skammar hvernig forsætisráðherra verji olíufélögin. Ráðherra svaraði því til að það væru núna fleiri en olíufélögin sem þyrftu að biðjast afsökunar. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Halldór Ásgrímsson krafðist þess í umræðum á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson bæði afsökunar á því að hafa kallað hann sérstakan forsætisráðherra olíufélaganna. Snörp orðaskipti um olíumálið voru á þinginu. Þegar einhver stelur er ætlast til þess í siðuðu samfélagi að sá skaði sé bættur að fullu, sagði Össur Skarphéðinsson í upphafi fyrirspurnar til forsætisráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði Samkeppnisstofnun hafa metið þann skaða, sem olíufélögin hefðu valdið samfélaginu með áralöngu ólögmætu samráði, vera um sex milljarða króna. Því dugi ekki til að sekta félögin um tæpa þrjá milljarða. Í framhaldi af afsökunarbeiðni olíufélaganna sagðist Össur vilja láta reyna á það hvort þau séu reiðubúin að endurgreiða samfélaginu upphæðina sem Samkeppnisstofun nefnir og sagði hann eðlilegt að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefði forgöngu um slíkar viðræður. Forsætisráðherra benti á að málinu væri ekki lokið á öllum stigum réttarkerfisins. Hann spurði Össur hvort hannn hefði ekki heyrt talað um aðskilnað dómsvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds, og, hvort hann væri að leggja til breytingu á stjórnarskránni. Össur spurði þá á móti hvort Halldór væri forsætisráðherra olíufélaganna. Halldór sagði úrskurðarnefnd samkeppnismála hafa verið setta á stofn til að fjalla um þetta mál og lög sett sem kveða á um hvernig skuli taka á málum sem þessum fyrir dómstólum. Össur sagði það þá vera til skammar hvernig forsætisráðherra verji olíufélögin. Ráðherra svaraði því til að það væru núna fleiri en olíufélögin sem þyrftu að biðjast afsökunar.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent