Vetrarúlpan í uppáhaldi 11. nóvember 2004 00:01 "Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síðan þá enda mjög venjuleg," segir Róbert Aron Magnússon plötusnúður en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic. Robbi lætur ekki eina úlpu duga og á aðra til vonar og vara. "Ég skipti yfir í hina úlpuna ef hitastigið fer yfir á plús-skalann. Þá verð ég ekki sveittur í Kringlunni og í bænum og svoleiðis. Svarta úlpan er svo rosalega hlý og góð," segir Robbi, sem er ekki mikil fatafrík að eigin sögn. "Kaupleiðangrar mínir koma í rispum og þá þarf ég ekki að kaupa mér föt í tvo mánuði. Svo á ég orðið svo mikið af fötum að ég finn stundum eitthvað gamalt sem ég get verið í. Ég reyndar lifi það vel að konan mín er verslunarstjóri hjá stóru fyrirtæki og ég er heppinn að fá föt á góðu verði. Svo versla ég reglulega erlendis. Ég lifi samt ekki fyrir föt og fylgist ekki mjög vel með tískunni. Sama er ekki hægt að segja um konuna, sem lifir fyrir tískuna og ætti eiginlega að taka lyf við því," segir Robbi og hlær. Það er nóg að gera hjá Robba og heldur hann tónleika reglulega. "Það er ýmislegt í vinnslu og þá helst eftir áramót. Ég get að minnsta kosti lofað að það verði nóg af hiphoptónleikum á nýju ári." Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síðan þá enda mjög venjuleg," segir Róbert Aron Magnússon plötusnúður en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic. Robbi lætur ekki eina úlpu duga og á aðra til vonar og vara. "Ég skipti yfir í hina úlpuna ef hitastigið fer yfir á plús-skalann. Þá verð ég ekki sveittur í Kringlunni og í bænum og svoleiðis. Svarta úlpan er svo rosalega hlý og góð," segir Robbi, sem er ekki mikil fatafrík að eigin sögn. "Kaupleiðangrar mínir koma í rispum og þá þarf ég ekki að kaupa mér föt í tvo mánuði. Svo á ég orðið svo mikið af fötum að ég finn stundum eitthvað gamalt sem ég get verið í. Ég reyndar lifi það vel að konan mín er verslunarstjóri hjá stóru fyrirtæki og ég er heppinn að fá föt á góðu verði. Svo versla ég reglulega erlendis. Ég lifi samt ekki fyrir föt og fylgist ekki mjög vel með tískunni. Sama er ekki hægt að segja um konuna, sem lifir fyrir tískuna og ætti eiginlega að taka lyf við því," segir Robbi og hlær. Það er nóg að gera hjá Robba og heldur hann tónleika reglulega. "Það er ýmislegt í vinnslu og þá helst eftir áramót. Ég get að minnsta kosti lofað að það verði nóg af hiphoptónleikum á nýju ári."
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira