Olíufélögin á móti olíugjaldinu 11. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. Fjármál stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við olíufyrirtækin hafa komið í umræðu síðustu daga um verðsamráð. Ríkisútvarpið flutti af því fréttir að stjórnarflokkarnir neiti að gefa upp hversu mikla peninga þeir hafi þegið af félögunum en fram hefur komið að styrkur Samfylkingarinnar frá þeim var innan við hálfa milljón, styrkur Vinstri - grænna innan við 300 þúsund og Frjálslyndi flokkurinn hefur þegið 400 þúsund. Stöð 2 sannreyndi í dag að það hefur ekki verið rætt innan stjórnarandstöðuflokkanna að skila þessum peningum. Í fréttum Sjónvarps var greint frá því að skuldir Framsóknarflokksins lækkuðu um sjötíu milljónir á árunum 1994 til 1998. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, bendir á það á heimasíðu sinni að því hafi verið hafnað á Alþingi árið 1997 að kanna verðsamráð olíufélaganna, með vísan til þess að það væri of dýrt. En það er ekki eina ákvörðunin sem olíufélögin hafa hagnast á. Árið 1997 var lagt fram frumvarp á Alþingi um upptöku olíugjalds. Hún fól í sér að þungaskattur díselbifreiðaeigenda féll niður, sem og mæld keyrsla, sem tilheyrt hefur díselbifreiðum. Ástæðan var sú að það er umhverfisvænna að nota dísel en olíufélögin lögðust gegn þessu og börðust hatrammri baráttu gegn upptöku olíugjaldsins, enda eldsneytiseyðslan um 30 prósentum minni með dísel. Það þýðir að sjálfsögðu fækkun ferða á bensínstöðvar um 30 prósent. Framkvæmd þess var svo frestað og að lokum var frumvarpið fellt úr gildi. Olíugjaldið hefur svo aftur verið tekið upp og verður að veruleika næsta sumar. Uppfylla Íslendingar þar með ákveðnar mengunartakmarkanir Kyoto-samningsins. Í kjölfarið verður munurinn á díesel og bensíni hér á landi í kringum fimm prósent. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. Fjármál stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við olíufyrirtækin hafa komið í umræðu síðustu daga um verðsamráð. Ríkisútvarpið flutti af því fréttir að stjórnarflokkarnir neiti að gefa upp hversu mikla peninga þeir hafi þegið af félögunum en fram hefur komið að styrkur Samfylkingarinnar frá þeim var innan við hálfa milljón, styrkur Vinstri - grænna innan við 300 þúsund og Frjálslyndi flokkurinn hefur þegið 400 þúsund. Stöð 2 sannreyndi í dag að það hefur ekki verið rætt innan stjórnarandstöðuflokkanna að skila þessum peningum. Í fréttum Sjónvarps var greint frá því að skuldir Framsóknarflokksins lækkuðu um sjötíu milljónir á árunum 1994 til 1998. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, bendir á það á heimasíðu sinni að því hafi verið hafnað á Alþingi árið 1997 að kanna verðsamráð olíufélaganna, með vísan til þess að það væri of dýrt. En það er ekki eina ákvörðunin sem olíufélögin hafa hagnast á. Árið 1997 var lagt fram frumvarp á Alþingi um upptöku olíugjalds. Hún fól í sér að þungaskattur díselbifreiðaeigenda féll niður, sem og mæld keyrsla, sem tilheyrt hefur díselbifreiðum. Ástæðan var sú að það er umhverfisvænna að nota dísel en olíufélögin lögðust gegn þessu og börðust hatrammri baráttu gegn upptöku olíugjaldsins, enda eldsneytiseyðslan um 30 prósentum minni með dísel. Það þýðir að sjálfsögðu fækkun ferða á bensínstöðvar um 30 prósent. Framkvæmd þess var svo frestað og að lokum var frumvarpið fellt úr gildi. Olíugjaldið hefur svo aftur verið tekið upp og verður að veruleika næsta sumar. Uppfylla Íslendingar þar með ákveðnar mengunartakmarkanir Kyoto-samningsins. Í kjölfarið verður munurinn á díesel og bensíni hér á landi í kringum fimm prósent.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira