Ruglið í Berlingske Tidende 6. desember 2004 00:01 Kaup íslenskra fjárfesta á Magasin De Nord hafa vakið athygli og mismunandi viðbrögð í Danmörku. Skrif Berlingske Tidende um íslenska fjárfesta og fjármálafyrirtæki hafa einkennst af fordómum og ámælisverðri vanþekkingu. Upp á síðkastið hefur kastljósið færst frá kaupendum Magasin De Nord að KB banka vegna gamalla tengsla við Baug. KB banki er ekki aðili þessara viðskipta í Danmörku, en á danska bankann FIH. Þau kaup virtust á sínum tíma ekki vekja teljandi neikvæð viðbrögð í Danmörku, en við kaupin á Magasin brýst út gremja Berlingske Tidende. Það væri að æra óstöðugan að elta ólar við allar missagnir og rangfærslur sem birst hafa í fréttum Brelingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf. Raunar eru skrifin með þeim ólíkindum að leitun er að þeirri staðreynd sem sett er fram í greinunum sem talist gæti rétt. Með auknum umsvifum íslendinga erlendis vex umfjöllun um þá í erlendum blöðum. Til skamms tíma þótti fréttnæmt í hvert skipti sem stafur var skrifaður um Íslendinga í erlend blöð. Eftir því sem umfjöllun vex verður mikilvægara fyrir íslenska fjölmiðla að meta sjálfstætt gildi þeirra frétta sem birtast í erlendum blöðum. Fréttir Berglingske voru ótraustar og rangar og verðskulda því ekki að vera teknar gagnrýnislaust til innlendrar umfjöllunar. Þannig öðlast mánaðargömul ummæli forstjóra Fjármálaeftirlitsins ekki nýtt líf þótt þau séu þýdd yfir á dönsku og beint þar í rangan farveg. Óskiljanlegra er þó svar viðskiptaráðherra við vangaveltum Berlingske Tidende á hættu á skammtímasjónarmiðum vegna stórs eignarhlutar starfsmanna KB banka í bankanum. Valgerður Sverrisdóttir kýs að svara ekki spurningum um áhættu í bankakerfinu, en segir málið stórt í samtali við féttamann Stöðvar 2, svo stórt að það krefjist nánari athugunar. Með þessu rær ráðherrann undir með þeim sjónarmiðum að danskir fjölmiðlar hafi með rangfærslum sínum uppgötvað nýjan sannleik um íslenska fjármálakerfið. Ráðherra viðskipta á að vita betur en að gefa undir fótinn sögusögnum sem geta dregið úr trúverðugleika kerfisins. Full ástæða hefði verið fyrir ráðherrann að harma þær augljósu rangfærslur sem birst hefðu í dönskum blöðum um íslenskt bankakerfi. Það sem er hlálegt í umræðunni um KB banka í þessu samhengi, er að bankinn er með óverulega áhættu af íslenskum hlutabréfamarkaði sem var áhyggjuefni forstjóra Fjármálaeftirlitsins á ársfundi þess. Eiginfjárstaða bankans er sterk og alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur nýlega hækkað lánshæfismat bankans og farið um hann lofsamlegum orðum. Fyrirtæki eins og Moody´s hefur engra hagsmuna að gæta og á allt sitt undir því að lánshæfiseinkunnir þess séu réttar og skynsamlegar. Fram hjá þessu horfa danskir fjölmiðlar og fá til þess þegjandi samþykki íslensks viðskiptaráðherra. Ef banki eins og KB banki færi fram úr sér í áhættu og léti tóm skammtímasjónarmið ráða gerðum sínum verður að teljast líklegt að aðrir yrðu fyrri til að taka eftir slíku en Valgerður Sverrisdóttir og Berlingske Tidende. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Kaup íslenskra fjárfesta á Magasin De Nord hafa vakið athygli og mismunandi viðbrögð í Danmörku. Skrif Berlingske Tidende um íslenska fjárfesta og fjármálafyrirtæki hafa einkennst af fordómum og ámælisverðri vanþekkingu. Upp á síðkastið hefur kastljósið færst frá kaupendum Magasin De Nord að KB banka vegna gamalla tengsla við Baug. KB banki er ekki aðili þessara viðskipta í Danmörku, en á danska bankann FIH. Þau kaup virtust á sínum tíma ekki vekja teljandi neikvæð viðbrögð í Danmörku, en við kaupin á Magasin brýst út gremja Berlingske Tidende. Það væri að æra óstöðugan að elta ólar við allar missagnir og rangfærslur sem birst hafa í fréttum Brelingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf. Raunar eru skrifin með þeim ólíkindum að leitun er að þeirri staðreynd sem sett er fram í greinunum sem talist gæti rétt. Með auknum umsvifum íslendinga erlendis vex umfjöllun um þá í erlendum blöðum. Til skamms tíma þótti fréttnæmt í hvert skipti sem stafur var skrifaður um Íslendinga í erlend blöð. Eftir því sem umfjöllun vex verður mikilvægara fyrir íslenska fjölmiðla að meta sjálfstætt gildi þeirra frétta sem birtast í erlendum blöðum. Fréttir Berglingske voru ótraustar og rangar og verðskulda því ekki að vera teknar gagnrýnislaust til innlendrar umfjöllunar. Þannig öðlast mánaðargömul ummæli forstjóra Fjármálaeftirlitsins ekki nýtt líf þótt þau séu þýdd yfir á dönsku og beint þar í rangan farveg. Óskiljanlegra er þó svar viðskiptaráðherra við vangaveltum Berlingske Tidende á hættu á skammtímasjónarmiðum vegna stórs eignarhlutar starfsmanna KB banka í bankanum. Valgerður Sverrisdóttir kýs að svara ekki spurningum um áhættu í bankakerfinu, en segir málið stórt í samtali við féttamann Stöðvar 2, svo stórt að það krefjist nánari athugunar. Með þessu rær ráðherrann undir með þeim sjónarmiðum að danskir fjölmiðlar hafi með rangfærslum sínum uppgötvað nýjan sannleik um íslenska fjármálakerfið. Ráðherra viðskipta á að vita betur en að gefa undir fótinn sögusögnum sem geta dregið úr trúverðugleika kerfisins. Full ástæða hefði verið fyrir ráðherrann að harma þær augljósu rangfærslur sem birst hefðu í dönskum blöðum um íslenskt bankakerfi. Það sem er hlálegt í umræðunni um KB banka í þessu samhengi, er að bankinn er með óverulega áhættu af íslenskum hlutabréfamarkaði sem var áhyggjuefni forstjóra Fjármálaeftirlitsins á ársfundi þess. Eiginfjárstaða bankans er sterk og alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur nýlega hækkað lánshæfismat bankans og farið um hann lofsamlegum orðum. Fyrirtæki eins og Moody´s hefur engra hagsmuna að gæta og á allt sitt undir því að lánshæfiseinkunnir þess séu réttar og skynsamlegar. Fram hjá þessu horfa danskir fjölmiðlar og fá til þess þegjandi samþykki íslensks viðskiptaráðherra. Ef banki eins og KB banki færi fram úr sér í áhættu og léti tóm skammtímasjónarmið ráða gerðum sínum verður að teljast líklegt að aðrir yrðu fyrri til að taka eftir slíku en Valgerður Sverrisdóttir og Berlingske Tidende.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun