Tugir létust í Najaf og Karbala 19. desember 2004 00:01 Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bílsprengjur sprungu í Najaf og Karbala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð aðeins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Sprengingin í Karbala var önnur mannskæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudaginn sprakk sprengja við Imam Hussein-helgidóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að sjíamúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosningum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bílnum og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrirtækis, sjást bundnir upp við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bílsprengjur sprungu í Najaf og Karbala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð aðeins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Sprengingin í Karbala var önnur mannskæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudaginn sprakk sprengja við Imam Hussein-helgidóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að sjíamúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosningum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bílnum og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrirtækis, sjást bundnir upp við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira