Sjö Íslendingar á hættusvæðum 28. desember 2004 00:01 Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga í Asíu. Talið er að aðeins hluti fólksins hafi verið á svæðum þar sem flóðbylgja reið á land í kjölfar jarðskjálftans á annan í jólum sem mældist níu á Richterkvarða. Staðfest er að rúmlega 23 þúsund manns hafi látist. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir ekkert benda til þess að Íslendingar hafi slasast eða farist. Gert sé ráð fyrir að meirihluti þeirra 26 sem engar spurnir hafi borist af hafi ekki verið á hættusvæðum, eins og í Pattaya og Singapúr, en ganga verði úr skugga um það. Pétur segir fjölskyldur nokkurra þeirra 26 hafa verið í sambandi við ráðuneytið. Hér heima óttist fólk af asískum ættum um afdrif ættingja sína. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsi, segir sjö taílenskar fjölskyldur meðal þeirra. Rauði krossinn hefur boðið þeim aðstoð við að leita ættingja á hamfarasvæðunum. Rauði krossinn fundaði með áhyggjufullu fólki í húsakynnum sínum í gærkvöld. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir ríflega tvö þúsund hafa hringt í hjálparsíma Rauða krossins, 907 2020, og veitt þúsund króna framlag. Stjórnvöld hafi einnig ákveðið að veita fimm milljónir til hjálparstarfsins. Enginn Íslendingur hefur farið utan til hjálparstarfa. Þorsteinn Þorkelsson, sviðstjóri björgunarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, segir krafta Íslendinga sem starfi í viðbragðsliði Sameinuðu þjóðanna ekki hafa verið óskað að þessu sinni. Þórir segir um 130 manna þjálfaðan hóp veraldarvaktar Rauða krossins vera í viðbragðstöðu. Ekki sé útlit fyrir að hópurinn fari utan. Pétur segir danska sendiráðið í Bangkok ætla að hlutast til um Íslendinga á svæðinu. Þeir geti haft samband við danska hjálparmiðstöð á Phuket í Taílandi. Íslendinga leitað á hættusvæði:* - Óþekkt staðsetning á Taílandi 4- Pattaya á Taílandi11 - Taíland nálægt strönd 1 - Suðurhluti Taílands 1 - Cocin, Indlandi 1 - Balí, Indónesíu 6 - Singapúr 3 * Heimildir frá utanríkisráðuneytinu Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga í Asíu. Talið er að aðeins hluti fólksins hafi verið á svæðum þar sem flóðbylgja reið á land í kjölfar jarðskjálftans á annan í jólum sem mældist níu á Richterkvarða. Staðfest er að rúmlega 23 þúsund manns hafi látist. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir ekkert benda til þess að Íslendingar hafi slasast eða farist. Gert sé ráð fyrir að meirihluti þeirra 26 sem engar spurnir hafi borist af hafi ekki verið á hættusvæðum, eins og í Pattaya og Singapúr, en ganga verði úr skugga um það. Pétur segir fjölskyldur nokkurra þeirra 26 hafa verið í sambandi við ráðuneytið. Hér heima óttist fólk af asískum ættum um afdrif ættingja sína. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsi, segir sjö taílenskar fjölskyldur meðal þeirra. Rauði krossinn hefur boðið þeim aðstoð við að leita ættingja á hamfarasvæðunum. Rauði krossinn fundaði með áhyggjufullu fólki í húsakynnum sínum í gærkvöld. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir ríflega tvö þúsund hafa hringt í hjálparsíma Rauða krossins, 907 2020, og veitt þúsund króna framlag. Stjórnvöld hafi einnig ákveðið að veita fimm milljónir til hjálparstarfsins. Enginn Íslendingur hefur farið utan til hjálparstarfa. Þorsteinn Þorkelsson, sviðstjóri björgunarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, segir krafta Íslendinga sem starfi í viðbragðsliði Sameinuðu þjóðanna ekki hafa verið óskað að þessu sinni. Þórir segir um 130 manna þjálfaðan hóp veraldarvaktar Rauða krossins vera í viðbragðstöðu. Ekki sé útlit fyrir að hópurinn fari utan. Pétur segir danska sendiráðið í Bangkok ætla að hlutast til um Íslendinga á svæðinu. Þeir geti haft samband við danska hjálparmiðstöð á Phuket í Taílandi. Íslendinga leitað á hættusvæði:* - Óþekkt staðsetning á Taílandi 4- Pattaya á Taílandi11 - Taíland nálægt strönd 1 - Suðurhluti Taílands 1 - Cocin, Indlandi 1 - Balí, Indónesíu 6 - Singapúr 3 * Heimildir frá utanríkisráðuneytinu
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira