Verstu kaupin: Keypti óætt Nunnunammi 24. nóvember 2005 06:00 "Bestu kaupin gerði ég árið 1988 þegar ég keypti kontrabassa af Jóni "bassa" Sigurðssyni," segir Tómas R. Einarsson, tónlistarmaður og tónskáld. "Þó ég sé ekki alveg með ættfræði hljóðfærisins á hraðbergi veit ég að það kom frá Þýskalandi skömmu eftir stríð svo þessi kontrabassi var ekki alveg nýr þegar ég keypti hann. En hitt veit ég fyrir víst að eftir þessar sautján ára samvistir okkar er hann ennþá jafn góður og var þegar ég keypti hann. Hann hefur líka fylgt mér víða því ég hef tekið hann með mér til Taílands, Malasíu, Argentínu, Chile, Grænlands og víðar en nú er ég farinn að hlífa honum við langferðum og því sat hann heima þegar ég tók upp Havana-plötuna á Kúbu. Annars hefur hann fengið að óma á nær öllum mínum plötum frá þessu tímabili. „Verstu kaupin gerði ég hins vegar á Sevilla á Spáni þó maður geri nú yfirleitt góð matarkaup þar í landi. En eitt sinn þegar ég var í sunnudagsgöngutúr með fjölskyldunni rak ég augun í nunnur sem voru að selja kökur og góðgæti við klaustur eitt þar í borg. Ég keypti þó nokkuð af þessu nunnunammi, sem leit afskaplega girnilega út. Hins vegar var þetta arfavondur matur og ég sem er frekar nýtinn maður reyndi að koma þessu ofan í gesti frekar en að henda þessu en alltaf fór það á þá leið að gesturinn skilaði þessu nunnunammi hálftuggnu á diskinn. Þá fór ég að reyna að koma þessu niður sjálfur svona eftir góðan málsverð en það fór á sömu lund. Ég held að þetta séu því langverstu kaupin sem ég hef gert." Neytendur Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Sjá meira
"Bestu kaupin gerði ég árið 1988 þegar ég keypti kontrabassa af Jóni "bassa" Sigurðssyni," segir Tómas R. Einarsson, tónlistarmaður og tónskáld. "Þó ég sé ekki alveg með ættfræði hljóðfærisins á hraðbergi veit ég að það kom frá Þýskalandi skömmu eftir stríð svo þessi kontrabassi var ekki alveg nýr þegar ég keypti hann. En hitt veit ég fyrir víst að eftir þessar sautján ára samvistir okkar er hann ennþá jafn góður og var þegar ég keypti hann. Hann hefur líka fylgt mér víða því ég hef tekið hann með mér til Taílands, Malasíu, Argentínu, Chile, Grænlands og víðar en nú er ég farinn að hlífa honum við langferðum og því sat hann heima þegar ég tók upp Havana-plötuna á Kúbu. Annars hefur hann fengið að óma á nær öllum mínum plötum frá þessu tímabili. „Verstu kaupin gerði ég hins vegar á Sevilla á Spáni þó maður geri nú yfirleitt góð matarkaup þar í landi. En eitt sinn þegar ég var í sunnudagsgöngutúr með fjölskyldunni rak ég augun í nunnur sem voru að selja kökur og góðgæti við klaustur eitt þar í borg. Ég keypti þó nokkuð af þessu nunnunammi, sem leit afskaplega girnilega út. Hins vegar var þetta arfavondur matur og ég sem er frekar nýtinn maður reyndi að koma þessu ofan í gesti frekar en að henda þessu en alltaf fór það á þá leið að gesturinn skilaði þessu nunnunammi hálftuggnu á diskinn. Þá fór ég að reyna að koma þessu niður sjálfur svona eftir góðan málsverð en það fór á sömu lund. Ég held að þetta séu því langverstu kaupin sem ég hef gert."
Neytendur Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Sjá meira