Blessuð jólin 20. desember 2005 00:01 Bráðum koma jólin. Það er góður siður hér í svartnættinu að kveikja sem mest af jólaljósum og láta þau lýsa sem lengst. Jólalög finnst mér mega hafa uppi í hillu eða í hljómplötusafni útvarpsstöðvanna eitthvað fram í desember. Kannski væri sniðugt að byrja að spila þau þegar fyrsti jólasveinninn kemur í bæinn, af rausn minni við jólalagaútgefendur miða ég þessa uppástungu við að jólasveinarnir séu þréttan. Mér finnst gaman um jólin og hef að ég held alltaf hlakkað til þeirra þó vissulega hafi sum jól verið skemmtilegri en önnur. Jólaundirbúningur er ábyggilega meiri á flestum heimilum en mínu. Þegar börnin voru lítil var samt eitthvað um bakstur og einu sinni gerðum við mikið klísturkonfekt - það var nú bragðbetra en það var lystaukandi á að horfa. Í Belgíu þar sem ég bjó um langt árabil hefðu jólin fyrstu árin hæglega getað farið fram hjá manni ef maður gætti ekki vel að sér og ekki hefði verið jólafrí í skólanum. Börnin fengu leikfanga-jólapakka 6. desember þegar sánkti Nikulás hélt sína hátíð og eftir það var ekki leikfang að finna í búðum fyrr en í janúar að allt var sett á útsölu og jólagjöfin sem sonurinn hafði fengið kostaði nú helmingi minna en mánuði fyrr. Sumir voru svo klókir að þeir keyptu jólagjafirnar í janúar. Tískan í leikfangabransanum er hins vegar svo mikil að ég gæti trúað að það væri stundum svona eins og að vera áskrifandi að blaðinu í gær að fá jólagjöf sem keypt var í fyrra. En það var svo sem ekki langt að sækja jólastemningu. Bara bregða sér í tveggja tíma bíltúr til Þýskalands þar sem allt iðaði í jólabösurum, kókó, heitu víni, kringlum og pylsum. Svo fjölgaði Þjóðverjum í Brussel þegar undirbúningur að innri markaði Evrópusambandsins fór á fulla ferð og reyndar alls konar útlendingum sem vildu gera meira úr jólunum en Belgarnar sjálfir. Það varð mikil breyting á, fyrst frétti maður af litlum jólamarkaði einhvers staðar í bænum og á nokkrum árum varð óþarfi að leggja upp í bíltúra til að sækja sér jólastemmningu. Mig rekur varla minni til annars en að fyrir jólin sé fólk alltaf að býsnast yfir kaupæðinu, peningaeyðslunni, jólahlaðborðunum og svo fylgir þessu að menn hafi gleymt boðskapi jólanna. Kannski er það vegna þess að það er ekkert annað í fréttum því fréttaþættir eru fullir af þessu rausi. Hvers vegna í ósköpunum má fólk ekki halda sér veislu, borða góðan mat, gefa fallegar gjafir og jafnvel dýrar ef fólk á fyrir þeim ? Getur verið að þessi umvöndunartónn sem fylgir fréttaflutningum af jólunum og undirbúningi þeirra sé hluti af því, sem stundum er sagt, að fjölmiðlar flytji frekar neikvæðar en jákvæðar fréttir. Í spurningaþætti eins dagblaðanna var spurt fyrir nokkru: Hvað finnst þér leiðinlegast við jólin? Ég held að allir nema einn hafi svarað að það væri stressið, eða eitthvað í þá áttina. Þessi eini, sem mig minnir reyndar að hafi verið hún, sagði að sér þætti ekkert leiðinlegt við jólin. Mikið var ég ljómandi ánægð með þessa manneskju. Það þarf ákveðni til að svara spurningu sem orðuð er á þennan hátt með jákvæðu svari. Því spurningin gerir ráð fyrir að eitthvað sé leiðinlegt við jólin. Ég vil leggja til að við látum af amsturstali um jólin og undirbúning þeirra. Hreingerningar eru heilsársverkefni en ekki bundnar jólunum. Þeir sem ekki nenna að baka smákökur geta keypt þær úti í búð, ef þá langar í þær. Öllum finnst okkur gaman að fá gjafir og öllum finnst líka gaman að gefa gjafir. Það veitir ekki af ljósunum í svartasta skammdeginu. Jólaskraut er fallegt og skemmtilegt á að horfa, það eru til mörg skemmtileg jólalög. Þeir sem vilja kyrrð fari í kirkju. Njótum þess að vera með þeim sem okkur þykir vænt, etum, drekkum og eigum gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Bráðum koma jólin. Það er góður siður hér í svartnættinu að kveikja sem mest af jólaljósum og láta þau lýsa sem lengst. Jólalög finnst mér mega hafa uppi í hillu eða í hljómplötusafni útvarpsstöðvanna eitthvað fram í desember. Kannski væri sniðugt að byrja að spila þau þegar fyrsti jólasveinninn kemur í bæinn, af rausn minni við jólalagaútgefendur miða ég þessa uppástungu við að jólasveinarnir séu þréttan. Mér finnst gaman um jólin og hef að ég held alltaf hlakkað til þeirra þó vissulega hafi sum jól verið skemmtilegri en önnur. Jólaundirbúningur er ábyggilega meiri á flestum heimilum en mínu. Þegar börnin voru lítil var samt eitthvað um bakstur og einu sinni gerðum við mikið klísturkonfekt - það var nú bragðbetra en það var lystaukandi á að horfa. Í Belgíu þar sem ég bjó um langt árabil hefðu jólin fyrstu árin hæglega getað farið fram hjá manni ef maður gætti ekki vel að sér og ekki hefði verið jólafrí í skólanum. Börnin fengu leikfanga-jólapakka 6. desember þegar sánkti Nikulás hélt sína hátíð og eftir það var ekki leikfang að finna í búðum fyrr en í janúar að allt var sett á útsölu og jólagjöfin sem sonurinn hafði fengið kostaði nú helmingi minna en mánuði fyrr. Sumir voru svo klókir að þeir keyptu jólagjafirnar í janúar. Tískan í leikfangabransanum er hins vegar svo mikil að ég gæti trúað að það væri stundum svona eins og að vera áskrifandi að blaðinu í gær að fá jólagjöf sem keypt var í fyrra. En það var svo sem ekki langt að sækja jólastemningu. Bara bregða sér í tveggja tíma bíltúr til Þýskalands þar sem allt iðaði í jólabösurum, kókó, heitu víni, kringlum og pylsum. Svo fjölgaði Þjóðverjum í Brussel þegar undirbúningur að innri markaði Evrópusambandsins fór á fulla ferð og reyndar alls konar útlendingum sem vildu gera meira úr jólunum en Belgarnar sjálfir. Það varð mikil breyting á, fyrst frétti maður af litlum jólamarkaði einhvers staðar í bænum og á nokkrum árum varð óþarfi að leggja upp í bíltúra til að sækja sér jólastemmningu. Mig rekur varla minni til annars en að fyrir jólin sé fólk alltaf að býsnast yfir kaupæðinu, peningaeyðslunni, jólahlaðborðunum og svo fylgir þessu að menn hafi gleymt boðskapi jólanna. Kannski er það vegna þess að það er ekkert annað í fréttum því fréttaþættir eru fullir af þessu rausi. Hvers vegna í ósköpunum má fólk ekki halda sér veislu, borða góðan mat, gefa fallegar gjafir og jafnvel dýrar ef fólk á fyrir þeim ? Getur verið að þessi umvöndunartónn sem fylgir fréttaflutningum af jólunum og undirbúningi þeirra sé hluti af því, sem stundum er sagt, að fjölmiðlar flytji frekar neikvæðar en jákvæðar fréttir. Í spurningaþætti eins dagblaðanna var spurt fyrir nokkru: Hvað finnst þér leiðinlegast við jólin? Ég held að allir nema einn hafi svarað að það væri stressið, eða eitthvað í þá áttina. Þessi eini, sem mig minnir reyndar að hafi verið hún, sagði að sér þætti ekkert leiðinlegt við jólin. Mikið var ég ljómandi ánægð með þessa manneskju. Það þarf ákveðni til að svara spurningu sem orðuð er á þennan hátt með jákvæðu svari. Því spurningin gerir ráð fyrir að eitthvað sé leiðinlegt við jólin. Ég vil leggja til að við látum af amsturstali um jólin og undirbúning þeirra. Hreingerningar eru heilsársverkefni en ekki bundnar jólunum. Þeir sem ekki nenna að baka smákökur geta keypt þær úti í búð, ef þá langar í þær. Öllum finnst okkur gaman að fá gjafir og öllum finnst líka gaman að gefa gjafir. Það veitir ekki af ljósunum í svartasta skammdeginu. Jólaskraut er fallegt og skemmtilegt á að horfa, það eru til mörg skemmtileg jólalög. Þeir sem vilja kyrrð fari í kirkju. Njótum þess að vera með þeim sem okkur þykir vænt, etum, drekkum og eigum gleðileg jól.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun