Börkur undirbýr Karfann 2. janúar 2005 00:01 Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Aðeins ein tékknesk mynd sem var frumsýnd á árinu er fyrir ofan Sterkt kaffi á listanum. Einnig kemur fram að mynd Barkar sé ein af þremur sem er talin líklegust til afreka á verðlaunahátíðinni Tékkneska ljóninu þar sem 60 til 70 myndir keppast um hin virtu kvikmyndaverðlaun. Zelary hlaut til að mynda tvenn slík verðlaun á þessu ári. Börkur segir þessa góðu dóma vera gleðileg tíðindi. Gerir hann sér þó engar sérstakar vonir um tilnefningar til Tékkneska ljónsins og er fyrst og fremst ánægður með að vera nefndur í hópi annarra góðra mynda. "Þetta er mjög hvetjandi og það er alltaf jafngaman að einhverjir höfðingjar hafi áhuga á myndinni," sagði Börkur. Myndinni hefur einnig verið dreift um Pólland, Ungverjaland og Slóvakíu auk þess sem hún hefur verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum við góðar undirtektir. Sterkt kaffi er gamanmynd í fullri lengd um samskipti kynjanna. Hún fjallar um tvö pör á þrítugsaldri sem fara í ferðalag til æskuslóða stúlknanna. Lýsir hún á kómískan hátt hvernig þessi pör takast á við það álag sem fylgir því að fara út á land, þar sem gemsar virka ekki og rafmagn, sjónvarp og gott kaffi er vandfundið. Börkur er þegar farinn að undirbúa sína næstu mynd, Karfinn, sem fjallar einnig um sambönd. "Hún sýnir kómíska hlið á fjölskyldusamböndum og hversu fólk á erfitt með að ná saman. Hún heitir Karfinn, sem er einmitt jólamaturinn í Tékklandi. Allir eru hræddir um að vera einir um jólin og berjast því fyrir því að fjölskyldan nái saman," segir hann. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Aðeins ein tékknesk mynd sem var frumsýnd á árinu er fyrir ofan Sterkt kaffi á listanum. Einnig kemur fram að mynd Barkar sé ein af þremur sem er talin líklegust til afreka á verðlaunahátíðinni Tékkneska ljóninu þar sem 60 til 70 myndir keppast um hin virtu kvikmyndaverðlaun. Zelary hlaut til að mynda tvenn slík verðlaun á þessu ári. Börkur segir þessa góðu dóma vera gleðileg tíðindi. Gerir hann sér þó engar sérstakar vonir um tilnefningar til Tékkneska ljónsins og er fyrst og fremst ánægður með að vera nefndur í hópi annarra góðra mynda. "Þetta er mjög hvetjandi og það er alltaf jafngaman að einhverjir höfðingjar hafi áhuga á myndinni," sagði Börkur. Myndinni hefur einnig verið dreift um Pólland, Ungverjaland og Slóvakíu auk þess sem hún hefur verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum við góðar undirtektir. Sterkt kaffi er gamanmynd í fullri lengd um samskipti kynjanna. Hún fjallar um tvö pör á þrítugsaldri sem fara í ferðalag til æskuslóða stúlknanna. Lýsir hún á kómískan hátt hvernig þessi pör takast á við það álag sem fylgir því að fara út á land, þar sem gemsar virka ekki og rafmagn, sjónvarp og gott kaffi er vandfundið. Börkur er þegar farinn að undirbúa sína næstu mynd, Karfinn, sem fjallar einnig um sambönd. "Hún sýnir kómíska hlið á fjölskyldusamböndum og hversu fólk á erfitt með að ná saman. Hún heitir Karfinn, sem er einmitt jólamaturinn í Tékklandi. Allir eru hræddir um að vera einir um jólin og berjast því fyrir því að fjölskyldan nái saman," segir hann.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira