Rannsókn enn í höndum Þjóðverja 12. janúar 2005 00:01 Rannsókn á fíkniefnafundinum um borð í togaranum Hauki í Bremerhafen á fimmtudag er enn algerlega í höndum þýsku lögreglunnar og hefur enginn verið yfirheyrður vegna málsins hér á landi. Þegar togarinn kom til Hafnarfjarðar vakti athygli að nokkrir lögreglumenn fóru um borð ásamt tollurum, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var það einungis til að fullnægja reglum Shengen-samkomulagsins og tengdist smyglmálinu ekki á nokkurn hátt. Að sögn Ásgeirs Kalrssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, hefur þýska lögreglan aðeins haft samband en ekki óskað eftir aðgerðum af hálfu íslensku lögreglunnar enn sem komið er. Enn er alveg á huldu hvort mennirnir öfluðu sér fíkniefnanna sjálfir í Þýskalandi eða hvort þeir voru aðeins burðardýr til viðtakenda hér á landi. Í vistarverum Íslendinganna tveggja um borð í togaranum fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Því verður að telja líklegt að einhverjir viðtakendur eða væntanlegir dreifendur hér á landi hafi vitað hvað var í vændum. Af rannsókn málsins sem upp kom daginn fyrir gamlársdag, þegar hátt í kíló fannst innvortis í ungverskum ferðamanni í Leifsstöð, sem leiddi svo til handtöku Nígeríumanns, er það að frétta að enginn Íslendingur hefur enn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs manns og enginn Íslendingur hefur verið handtekinn. Almennt telur Ásgeir Karlsson ólíklegt að erlendir ferðamenn flytji svo mikið magn til landsins af dýru efni án þess að hafa einhver sambönd hér til þess að koma því í verð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Rannsókn á fíkniefnafundinum um borð í togaranum Hauki í Bremerhafen á fimmtudag er enn algerlega í höndum þýsku lögreglunnar og hefur enginn verið yfirheyrður vegna málsins hér á landi. Þegar togarinn kom til Hafnarfjarðar vakti athygli að nokkrir lögreglumenn fóru um borð ásamt tollurum, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var það einungis til að fullnægja reglum Shengen-samkomulagsins og tengdist smyglmálinu ekki á nokkurn hátt. Að sögn Ásgeirs Kalrssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, hefur þýska lögreglan aðeins haft samband en ekki óskað eftir aðgerðum af hálfu íslensku lögreglunnar enn sem komið er. Enn er alveg á huldu hvort mennirnir öfluðu sér fíkniefnanna sjálfir í Þýskalandi eða hvort þeir voru aðeins burðardýr til viðtakenda hér á landi. Í vistarverum Íslendinganna tveggja um borð í togaranum fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Því verður að telja líklegt að einhverjir viðtakendur eða væntanlegir dreifendur hér á landi hafi vitað hvað var í vændum. Af rannsókn málsins sem upp kom daginn fyrir gamlársdag, þegar hátt í kíló fannst innvortis í ungverskum ferðamanni í Leifsstöð, sem leiddi svo til handtöku Nígeríumanns, er það að frétta að enginn Íslendingur hefur enn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs manns og enginn Íslendingur hefur verið handtekinn. Almennt telur Ásgeir Karlsson ólíklegt að erlendir ferðamenn flytji svo mikið magn til landsins af dýru efni án þess að hafa einhver sambönd hér til þess að koma því í verð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira