Fegurð í bland við stórbrotna sögu 24. janúar 2005 00:01 "Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. Það er meðal annars tilhugsunin um þetta mikla skáld athafna og orða sem gæðir sögu þess ljóma í mínum huga, rétt eins og Einar varpar ljóma á önnur hús sín svo sem Þrúðvang við Laufásveg." Ingólfur bendir á að Bretar hafi notað húsið á stríðsárunum en kvartað yfir draugagangi. "Það er heitt vatn í jörðu þarna undir og eflaust hefur brakað enn meira í húsinu af þeim sökum. Seinna, eftir að Höfði varð opinber bústaður, komu svo auðvitað alls konar stórmenni þangað og gera enn. En það er eitthvað við þessi gömlu norsku kataloghús sem ég hrífst af. Þau eru út um allt í gamla bænum í Reykjavík og ekki síður í Hafnarfirði þar sem ég bý." Ingólfur telur að gömlu húsin séu skýringin á því að hann býr í Hafnarfirði. "Ég og konan mín gengum mikið um í gamla bænum þegar við vorum að leita okkur að íbúð og hrifumst svo af gömlu húsunum, ekki síst þeim norsku. Sem ber mig náttúrlega austur á Seyðisfjörð, þar sem ég er fæddur og uppalinn í einu slíku húsi. Þegar verið var að reisa barnaskólann, sem reyndar er eitt fallegasta norska húsið á landinu, reisti yfirsmiðurinn húsið Tungu yfir sig og sína. Lítið, gott hús úr norskum kjörviði, klætt bárujárni að íslenskum sið. Aðdáun mín á þessum húsum á efalaust rætur að rekja til æskunnar og þeirra tauga sem Tunga gamla á í mér." Ingólfi finnst mikið hafa verið byggt hin síðari ár og langt fram eftir 20. öld af ljótum húsum. "Kannski byrjaði það með funkisstílnum kringum 1930, þessum kassalaga, þaklausu húsum sem lengi virtust heilla íslenska arkitekta. Þetta voru yfirleitt stórir kassar en inn á milli voru litlir kassar, rauðir, gulir og röndóttir. Það skelfilegasta við þá var að þeir voru allir eins," segir gamli Þokkabótarmeðlimurinn Ingólfur að lokum og skellihlær. Hús og heimili Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Sjá meira
"Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. Það er meðal annars tilhugsunin um þetta mikla skáld athafna og orða sem gæðir sögu þess ljóma í mínum huga, rétt eins og Einar varpar ljóma á önnur hús sín svo sem Þrúðvang við Laufásveg." Ingólfur bendir á að Bretar hafi notað húsið á stríðsárunum en kvartað yfir draugagangi. "Það er heitt vatn í jörðu þarna undir og eflaust hefur brakað enn meira í húsinu af þeim sökum. Seinna, eftir að Höfði varð opinber bústaður, komu svo auðvitað alls konar stórmenni þangað og gera enn. En það er eitthvað við þessi gömlu norsku kataloghús sem ég hrífst af. Þau eru út um allt í gamla bænum í Reykjavík og ekki síður í Hafnarfirði þar sem ég bý." Ingólfur telur að gömlu húsin séu skýringin á því að hann býr í Hafnarfirði. "Ég og konan mín gengum mikið um í gamla bænum þegar við vorum að leita okkur að íbúð og hrifumst svo af gömlu húsunum, ekki síst þeim norsku. Sem ber mig náttúrlega austur á Seyðisfjörð, þar sem ég er fæddur og uppalinn í einu slíku húsi. Þegar verið var að reisa barnaskólann, sem reyndar er eitt fallegasta norska húsið á landinu, reisti yfirsmiðurinn húsið Tungu yfir sig og sína. Lítið, gott hús úr norskum kjörviði, klætt bárujárni að íslenskum sið. Aðdáun mín á þessum húsum á efalaust rætur að rekja til æskunnar og þeirra tauga sem Tunga gamla á í mér." Ingólfi finnst mikið hafa verið byggt hin síðari ár og langt fram eftir 20. öld af ljótum húsum. "Kannski byrjaði það með funkisstílnum kringum 1930, þessum kassalaga, þaklausu húsum sem lengi virtust heilla íslenska arkitekta. Þetta voru yfirleitt stórir kassar en inn á milli voru litlir kassar, rauðir, gulir og röndóttir. Það skelfilegasta við þá var að þeir voru allir eins," segir gamli Þokkabótarmeðlimurinn Ingólfur að lokum og skellihlær.
Hús og heimili Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Sjá meira