Sameiningin í uppnámi 2. febrúar 2005 00:01 Áformaðar kosningar um stórfellda sameiningu sveitarfélaga í apríl eru í uppnámi vegna ósamkomulags ríkis og sveitarfélaga um breytta tekjuskiptingu. Sveitarfélögin krefjast allt að fimm milljarða króna tekjuaukningar. Félagsmálaráðherra boðaði snemma í haust að stór hluti þjóðarinnar myndi ganga að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sem myndi fækka sveitarfélögum landsins úr liðlega eitt hundrað niður í um þrjátíu. Endanlegar tillögur um sameiningu átti að kynna í desember. Nú, tveimur mánuðum síðar, hafa þær ekki enn sést. Ástæðan er sú að málið er strand vegna ágreinings ríkis og sveitarfélaga um breytta tekjuskiptingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að mikilvægt sé að niðurstaða sé komin í málið áður en gengið verður til kosninga. Félagið geti þó vissulega ekki komið í veg fyrir kosningarnar. Þegar hann er spurður um kröfu sveitarfélaganna rifjar hann upp hvað þau fengu þegar samið var síðast, fyrir fimm árum. Það voru fimm milljarðar en Vilhjálmur viðurkennir að gjá sé á milli aðila og verkefnið sé erfitt. Ljóst er að samkomulag þarf að nást fljótt ef takast á að kjósa í apríl. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Áformaðar kosningar um stórfellda sameiningu sveitarfélaga í apríl eru í uppnámi vegna ósamkomulags ríkis og sveitarfélaga um breytta tekjuskiptingu. Sveitarfélögin krefjast allt að fimm milljarða króna tekjuaukningar. Félagsmálaráðherra boðaði snemma í haust að stór hluti þjóðarinnar myndi ganga að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sem myndi fækka sveitarfélögum landsins úr liðlega eitt hundrað niður í um þrjátíu. Endanlegar tillögur um sameiningu átti að kynna í desember. Nú, tveimur mánuðum síðar, hafa þær ekki enn sést. Ástæðan er sú að málið er strand vegna ágreinings ríkis og sveitarfélaga um breytta tekjuskiptingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að mikilvægt sé að niðurstaða sé komin í málið áður en gengið verður til kosninga. Félagið geti þó vissulega ekki komið í veg fyrir kosningarnar. Þegar hann er spurður um kröfu sveitarfélaganna rifjar hann upp hvað þau fengu þegar samið var síðast, fyrir fimm árum. Það voru fimm milljarðar en Vilhjálmur viðurkennir að gjá sé á milli aðila og verkefnið sé erfitt. Ljóst er að samkomulag þarf að nást fljótt ef takast á að kjósa í apríl.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira