Bæta öryggi barna á Netinu 8. febrúar 2005 00:01 Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Vitundarvakning er lykilorð evrópska verkefnisins SAFT sem stefnir að því að virkja foreldra, kennara og Netþjónustufyrirtæki til að auka öryggi barna á Netinu. Hluti verkefnisins er gerð kennsluefnis sem menntamálaráðherra var afhent í dag en sú kennsla felur einnig í sér þátttöku foreldra. Kannanir sýna að öll íslensk börn á aldrinum níu til sextán ára hafa notað Netið og sú notkun fer að langmestu leyti fram á heimilnu. Meðal annars á að koma þeim heilræðum til foreldra að setja reglur um Netnotkun, útskýra af hverju nauðsynlegt er að vera gætinn þegar veittar eru persónulegar upplýsingar og þá hættu sem fylgir því að hitta einhvern sem maður kynnist á Netinu. Það að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti þykir einnig mikilvægt. Sem dæmi má nefna að meðal fyrstu niðurstaðna sem Google-leitarvefurin gefur þegar slegið er upp leitarorðinu „Martin Luther King“ er síða sem Ku Kux Klan heldur úti, gegnsýrð af kynþáttahatri og áróðri. Henni er sérstaklega beint að börnum og unglingum. Þá þykir einnig mikilvægt að bæta merkingar á tölvuleikjum. Þótt talað sé um leiki er svo sannarlega ekki um að ræða leiki fyrir börn í öllum tilfellum. Heimili og skóli, sem er aðili Íslands að evrópuverkefninu, segir það þó ekki miða að því að draga úr notkun Netsins. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT-verkefnisins, segir Netið frábært fyrirbæri en í öllu umhverfi, þ.m.t. netheimum, leyist alltaf hættur. Eins og í umferðinni þurfi maður að kunna reglurnar og maður keyrir ekki um með bundið fyrir augun. Skilaboðin eru því: „Það þarf að vera vakandi á Netinu.“ Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Vitundarvakning er lykilorð evrópska verkefnisins SAFT sem stefnir að því að virkja foreldra, kennara og Netþjónustufyrirtæki til að auka öryggi barna á Netinu. Hluti verkefnisins er gerð kennsluefnis sem menntamálaráðherra var afhent í dag en sú kennsla felur einnig í sér þátttöku foreldra. Kannanir sýna að öll íslensk börn á aldrinum níu til sextán ára hafa notað Netið og sú notkun fer að langmestu leyti fram á heimilnu. Meðal annars á að koma þeim heilræðum til foreldra að setja reglur um Netnotkun, útskýra af hverju nauðsynlegt er að vera gætinn þegar veittar eru persónulegar upplýsingar og þá hættu sem fylgir því að hitta einhvern sem maður kynnist á Netinu. Það að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti þykir einnig mikilvægt. Sem dæmi má nefna að meðal fyrstu niðurstaðna sem Google-leitarvefurin gefur þegar slegið er upp leitarorðinu „Martin Luther King“ er síða sem Ku Kux Klan heldur úti, gegnsýrð af kynþáttahatri og áróðri. Henni er sérstaklega beint að börnum og unglingum. Þá þykir einnig mikilvægt að bæta merkingar á tölvuleikjum. Þótt talað sé um leiki er svo sannarlega ekki um að ræða leiki fyrir börn í öllum tilfellum. Heimili og skóli, sem er aðili Íslands að evrópuverkefninu, segir það þó ekki miða að því að draga úr notkun Netsins. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT-verkefnisins, segir Netið frábært fyrirbæri en í öllu umhverfi, þ.m.t. netheimum, leyist alltaf hættur. Eins og í umferðinni þurfi maður að kunna reglurnar og maður keyrir ekki um með bundið fyrir augun. Skilaboðin eru því: „Það þarf að vera vakandi á Netinu.“
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira