Beðið eftir lögmanninum 16. febrúar 2005 00:01 Rannsókn á því hvort fjórir lettneskir starfsmenn GT verktaka séu löglegir í starfi sínu við fólksflutninga á Kárahnjúkum eða ekki er í biðstöðu meðan beðið er eftir því að lögmaður GT verktaka komi úr skíðaferð erlendis. Von er á honum til landsins í næstu viku og verður rannsókn málsins þá haldið áfram. Þegar er búið að yfirheyra Lettana en ekki er búið að yfirheyra aðra, t.d. stjórnendur fyrirtækisins. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Egilsstöðum, segir að málið sé flókið og taki nokkurn tíma í rannsókn. Enginn tímarammi sé í gangi, mestu skipti að upplýsa málið. "Meðan ekki er leyst úr deilum um það hvort þetta sé löglegt eða ekki er mönnunum heimil dvöl í landinu því að þeir eru EES-borgarar," segir Lárus. "Við höfum ekki frumkvæði að því að stöðva atvinnu þessara manna meðan það liggur ekki fyrir." Deilan snýst um það hvort heimilt sé að vinna hér án atvinnu- og dvalarleyfis og segir Lárus reynt að hraða rannsókninni eins og mögulegt er. Mennirnir megi koma hingað, dveljast hér og leita sér að vinnu en umdeilt sé hvort þeir megi vinna hér án leyfa þar til nýjar reglur taka gildi 1. maí 2006. Talsmaður GT verktaka segir að Lettarnir séu starfsmenn undirverktaka síns, fyrirtækisins Vislandia í Riga í Lettlandi, og vildi ekki gefa upp símanúmer stjórnenda þess fyrr en lögmaðurinn væri kominn til starfa. Þegar reynt var að hafa uppi á símanúmeri Vislandia í Lettlandi fannst það ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Rannsókn á því hvort fjórir lettneskir starfsmenn GT verktaka séu löglegir í starfi sínu við fólksflutninga á Kárahnjúkum eða ekki er í biðstöðu meðan beðið er eftir því að lögmaður GT verktaka komi úr skíðaferð erlendis. Von er á honum til landsins í næstu viku og verður rannsókn málsins þá haldið áfram. Þegar er búið að yfirheyra Lettana en ekki er búið að yfirheyra aðra, t.d. stjórnendur fyrirtækisins. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Egilsstöðum, segir að málið sé flókið og taki nokkurn tíma í rannsókn. Enginn tímarammi sé í gangi, mestu skipti að upplýsa málið. "Meðan ekki er leyst úr deilum um það hvort þetta sé löglegt eða ekki er mönnunum heimil dvöl í landinu því að þeir eru EES-borgarar," segir Lárus. "Við höfum ekki frumkvæði að því að stöðva atvinnu þessara manna meðan það liggur ekki fyrir." Deilan snýst um það hvort heimilt sé að vinna hér án atvinnu- og dvalarleyfis og segir Lárus reynt að hraða rannsókninni eins og mögulegt er. Mennirnir megi koma hingað, dveljast hér og leita sér að vinnu en umdeilt sé hvort þeir megi vinna hér án leyfa þar til nýjar reglur taka gildi 1. maí 2006. Talsmaður GT verktaka segir að Lettarnir séu starfsmenn undirverktaka síns, fyrirtækisins Vislandia í Riga í Lettlandi, og vildi ekki gefa upp símanúmer stjórnenda þess fyrr en lögmaðurinn væri kominn til starfa. Þegar reynt var að hafa uppi á símanúmeri Vislandia í Lettlandi fannst það ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira