Framsókn tekur Kristni 17. febrúar 2005 00:01 Sættir hafa tekist milli Kristins H. Gunnarssonar og forystu Framsóknarflokksins og mun Kristinn nú á ný fá fulla aðild að þingflokknum. Þetta eru athyglisverð tíðindi, þar sem Kristinn hefur ekki bundið bagga sína sömu hnútum og afgangur þingflokksins; í það minnsta opinberlega. Kristinn hefur verið ófeiminn við að gagnrýna vinnubrögð flokksins í stórum málum og viðhorf samstarfsmanna hans hafa á tíðum verið þau að hann rekist ekki í hópi. Þegar allt nötraði og skalf í Framsóknarflokknum vegna fjölmiðlamálsins gekk pirringurinn í hans garð út á það að hann sagði jafnan það sem þorri flokksmanna, að þingflokknum meðtöldum, hugsaði. Fyrir vikið var hann sakaður um að slá sig til riddara á kostnað samflokksmanna, sem voru sömu skoðunar en beygðu sig undir vilja forystunnar. Höfuðskylda þingmanna er að fylgja eigin sannfæringu. Sannfæringin getur auðvitað stundum verið fólgin í því að gera þurfi málamiðlanir en fara ekki út í ystu æsar eftir skoðun sinni. Kristinn hefur látið sannfæringu sína ráða, en skiljanlegt er að þeim sem leggja meginþunga á liðsheild hafi sviðið sólódansinn. Menn hljóta hins vegar að spyrja sig að því nú hver sé hvatinn að því að týndi sonurinn hefur snúið heim og hvort búið sé að slátra alikálfinum. Sjálfur hefur Kristinn lýst því yfir að hann hafi ekki verið keyptur til hlýðni. Spurningin er nú hvort hann fær að blóta á laun eða á opinberum vettvangi. Ljóst er hins vegar að hann vill engin hornkerling vera og mun sækjast eftir trúnaðarstöðum í flokknum. Nærtækasta skýringin á sinnaskiptum hjá forystu flokksins er einfaldlega sú að sjónarmið Kristins eigi sterkan hljómgrunn í hópi flokksmanna. Langvarandi ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefur mótað flokkinn með þeim hætti að þeir sem næst standa Sjálfstæðisflokknum í skoðunum hafa verið áberandi í forystunni. Fylgiskannanir hafa ekki verið uppörvandi fyrir flokkinn og kjósendur vinstra megin í litrófi flokksins hafa í könnunum flögrað annað. Það hlýtur líka að vera forystunni áhyggjuefni að formaður Framsóknarflokksins nýtur lítillar hylli kjósenda samstarfsflokksins í skoðanakönnunum. Við slíkar aðstæður hlýtur forysta Framsóknarflokksins að meta stöðuna þannig að ekki sé vænlegt að fara með ófriði. Ef flokkurinn ætlar að halda út forystu í ríkisstjórn, með veikum meirihluta og óánægju ákveðinna afla í Sjálfstæðisflokknum með það að smærri flokkurinn leiði ríkisstjórna, þá hefur hann einfaldlega ekki efni á heimiliserjum. Flokksþing Framsóknarflokksins er framundan og greinilegt að forystan leggur allt kapp á að eining muni ríkja á þinginu. Það er skynsamlegt í stöðunni eins og hún er nú, en jafnljóst er að fyrr eða síðar mun koma til frekara uppgjörs. Vænkist hagur flokksins ekki þegar líða tekur á kjörtímabilið mun baráttan um þingsætin harðna og þingmenn reyna að tryggja stöðu sína. Þar verður Kristinn engin undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Sættir hafa tekist milli Kristins H. Gunnarssonar og forystu Framsóknarflokksins og mun Kristinn nú á ný fá fulla aðild að þingflokknum. Þetta eru athyglisverð tíðindi, þar sem Kristinn hefur ekki bundið bagga sína sömu hnútum og afgangur þingflokksins; í það minnsta opinberlega. Kristinn hefur verið ófeiminn við að gagnrýna vinnubrögð flokksins í stórum málum og viðhorf samstarfsmanna hans hafa á tíðum verið þau að hann rekist ekki í hópi. Þegar allt nötraði og skalf í Framsóknarflokknum vegna fjölmiðlamálsins gekk pirringurinn í hans garð út á það að hann sagði jafnan það sem þorri flokksmanna, að þingflokknum meðtöldum, hugsaði. Fyrir vikið var hann sakaður um að slá sig til riddara á kostnað samflokksmanna, sem voru sömu skoðunar en beygðu sig undir vilja forystunnar. Höfuðskylda þingmanna er að fylgja eigin sannfæringu. Sannfæringin getur auðvitað stundum verið fólgin í því að gera þurfi málamiðlanir en fara ekki út í ystu æsar eftir skoðun sinni. Kristinn hefur látið sannfæringu sína ráða, en skiljanlegt er að þeim sem leggja meginþunga á liðsheild hafi sviðið sólódansinn. Menn hljóta hins vegar að spyrja sig að því nú hver sé hvatinn að því að týndi sonurinn hefur snúið heim og hvort búið sé að slátra alikálfinum. Sjálfur hefur Kristinn lýst því yfir að hann hafi ekki verið keyptur til hlýðni. Spurningin er nú hvort hann fær að blóta á laun eða á opinberum vettvangi. Ljóst er hins vegar að hann vill engin hornkerling vera og mun sækjast eftir trúnaðarstöðum í flokknum. Nærtækasta skýringin á sinnaskiptum hjá forystu flokksins er einfaldlega sú að sjónarmið Kristins eigi sterkan hljómgrunn í hópi flokksmanna. Langvarandi ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefur mótað flokkinn með þeim hætti að þeir sem næst standa Sjálfstæðisflokknum í skoðunum hafa verið áberandi í forystunni. Fylgiskannanir hafa ekki verið uppörvandi fyrir flokkinn og kjósendur vinstra megin í litrófi flokksins hafa í könnunum flögrað annað. Það hlýtur líka að vera forystunni áhyggjuefni að formaður Framsóknarflokksins nýtur lítillar hylli kjósenda samstarfsflokksins í skoðanakönnunum. Við slíkar aðstæður hlýtur forysta Framsóknarflokksins að meta stöðuna þannig að ekki sé vænlegt að fara með ófriði. Ef flokkurinn ætlar að halda út forystu í ríkisstjórn, með veikum meirihluta og óánægju ákveðinna afla í Sjálfstæðisflokknum með það að smærri flokkurinn leiði ríkisstjórna, þá hefur hann einfaldlega ekki efni á heimiliserjum. Flokksþing Framsóknarflokksins er framundan og greinilegt að forystan leggur allt kapp á að eining muni ríkja á þinginu. Það er skynsamlegt í stöðunni eins og hún er nú, en jafnljóst er að fyrr eða síðar mun koma til frekara uppgjörs. Vænkist hagur flokksins ekki þegar líða tekur á kjörtímabilið mun baráttan um þingsætin harðna og þingmenn reyna að tryggja stöðu sína. Þar verður Kristinn engin undantekning.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun