Mánaðarfangelsi fyrir manndráp 1. mars 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega tvítugan mann í 30 daga fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, en hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða konu í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Maðurinn var ákværður fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því að hafa í maí á síðasta ári, á leið af bílastæði við Spítalastíg í Reykjavík, ekið bifreið sinni án nægjanlegrar aðgæslu og tillitssemi aftur á bak út á gangstétt með þeim afleiðingum að öldruð kona, sem var gangandi vegfarandi, varð fyrir bifreiðinni. Konan féll í götuna og hlaut við það svo mikla höfuðáverka að hún lést nokkrum klukkustundum síðar. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði bakkað bifreiðinni á konuna með fyrrgreindum afleiðingum. Dómurinn benti á að slysið hefði orðið á stað þar sem ætíð mætti búast við gangandi vegfarendum en konan hefði verið lengi að komast leiðar sinnar fram hjá bifreið mannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að hefði ákærði sýnt nægjanlega aðgæslu og tillitssemi með því að líta í baksýnis- og hliðarspegla hefði honum ekki getað dulist að konan gekk hægt fram hjá. Sannað þótti hins vegar að ákærði hefði bakkað án aðgæslu og tillitssemi. Þar sem hann hafði aldrei áður gerst sekur um refsiverða háttsemi þótti hæfileg refsins 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í eitt ár. Maðurinn var enn fremur sviptur ökurétti í eitt ár. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega tvítugan mann í 30 daga fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, en hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða konu í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Maðurinn var ákværður fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því að hafa í maí á síðasta ári, á leið af bílastæði við Spítalastíg í Reykjavík, ekið bifreið sinni án nægjanlegrar aðgæslu og tillitssemi aftur á bak út á gangstétt með þeim afleiðingum að öldruð kona, sem var gangandi vegfarandi, varð fyrir bifreiðinni. Konan féll í götuna og hlaut við það svo mikla höfuðáverka að hún lést nokkrum klukkustundum síðar. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði bakkað bifreiðinni á konuna með fyrrgreindum afleiðingum. Dómurinn benti á að slysið hefði orðið á stað þar sem ætíð mætti búast við gangandi vegfarendum en konan hefði verið lengi að komast leiðar sinnar fram hjá bifreið mannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að hefði ákærði sýnt nægjanlega aðgæslu og tillitssemi með því að líta í baksýnis- og hliðarspegla hefði honum ekki getað dulist að konan gekk hægt fram hjá. Sannað þótti hins vegar að ákærði hefði bakkað án aðgæslu og tillitssemi. Þar sem hann hafði aldrei áður gerst sekur um refsiverða háttsemi þótti hæfileg refsins 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í eitt ár. Maðurinn var enn fremur sviptur ökurétti í eitt ár.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira