Fengu ekki að hitta Fischer 2. mars 2005 00:01 Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Sæmundur og samferðamenn hans héldu í fangelsið, þar sem Fischer situr, í morgun og óskuðu eftir því að fá að hitta hann. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hópurinn stóð fyrir utan fangelsið til að taka myndir komu starfsmenn fangelsins hlaupandi og stoppuðu það. Sæmundi og Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, var svo hleypt inn í bygginguna eftir smá þóf. Þeir voru látnir fylla út eyðublöð og svo tók við um klukkustundar bið. En rétt áður en átti að hleypa þeim áleiðis til fundar við Fischer komu fyrirmæli að ofan að vegna öryggisráðstafana yrði engin heimsókn leyfð í dag til Fischers. Sæmundur og félagar kröfðust frekari skýringa en þær var ekki að fá. „Ég spurði þá hvort ég fengi að heimsækja hann á morgun og starfsmaðurinn sagði að hann gæri ekki neitað því og ekki samþykkt það heldur. Það yrði að ráðast þegar ég kæmi,“ segir Sæmundur. Ekkert varð því af fundinum en vegna þess að Sæmundur og Fischer eru aldagamlir vinir mátti Sæmundur skrifa honum bréf sem öryggisverðir lásu fyrst yfir og leyfðu Fischer að lesa í gegnum glerrúðu. Sæmundur segir næsta skref vera að ná tali af sendiherranum sem þeir funduðu með fyrir hádegi og sjá hvort hann fái einhver ný fyrirmæli. „Svo býst ég við að við gerum aðra tilraun til að heimsækja Fischer á morgun,“ segir Sæmundur Pálsson. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Sæmundur og samferðamenn hans héldu í fangelsið, þar sem Fischer situr, í morgun og óskuðu eftir því að fá að hitta hann. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hópurinn stóð fyrir utan fangelsið til að taka myndir komu starfsmenn fangelsins hlaupandi og stoppuðu það. Sæmundi og Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, var svo hleypt inn í bygginguna eftir smá þóf. Þeir voru látnir fylla út eyðublöð og svo tók við um klukkustundar bið. En rétt áður en átti að hleypa þeim áleiðis til fundar við Fischer komu fyrirmæli að ofan að vegna öryggisráðstafana yrði engin heimsókn leyfð í dag til Fischers. Sæmundur og félagar kröfðust frekari skýringa en þær var ekki að fá. „Ég spurði þá hvort ég fengi að heimsækja hann á morgun og starfsmaðurinn sagði að hann gæri ekki neitað því og ekki samþykkt það heldur. Það yrði að ráðast þegar ég kæmi,“ segir Sæmundur. Ekkert varð því af fundinum en vegna þess að Sæmundur og Fischer eru aldagamlir vinir mátti Sæmundur skrifa honum bréf sem öryggisverðir lásu fyrst yfir og leyfðu Fischer að lesa í gegnum glerrúðu. Sæmundur segir næsta skref vera að ná tali af sendiherranum sem þeir funduðu með fyrir hádegi og sjá hvort hann fái einhver ný fyrirmæli. „Svo býst ég við að við gerum aðra tilraun til að heimsækja Fischer á morgun,“ segir Sæmundur Pálsson. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira