Vilja Fischer út fyrir afmæli hans 4. mars 2005 00:01 Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir útlendingavegabréfinu sem gefið hefur verið út fyrir Bobby Fischer hér á landi. Einnig kom fram að keyptur hefur verið opinn flugmiði til Íslands fyrir Fischer og var skorað á japönsk yfirvöld að leysa hann úr haldi. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að stuðningsmenn hans hafi lýst vonbrigðum sínum með að japönsk yfirvöld hefðu enn ekki heimilað þeim að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Sæmundur segir að á fundinn hefðu komið blaðamenn hvaðanæva að, m.a. breskir, bandarískir og japanskir, sem hefðu spurt ýmissa spurninga. Fram hefði komið á fundinum að sendinefndin frá Íslandi væri óánægð með japönsk stjórnvöld og hversu illsamvinnþýð þau væru þrátt fyrir góða framkomu íslenskra stjórnvalda sem reynt hafi að gera allt sem þau gætu fyrir sendinefndina. Sæmundur sagði ekki ljóst hvernig færi með vegabréfið en sendinefndin vonaðist til að það kæmist í hendur lögmanns Fischers fljótlega. Hann segist aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum varðandi málið en beðið hefði verið um fund með þeim. Þeirri beiðni hefði ekki verið svarað fyrir lokun skrifstofa í dag sem hafi verið um það leyti sem blaðamannafundinum lauk. Sendinefndin yrði í sambandi við sendiherra Íslands í Japan um helgina til þess að ræða málið. Aðspurður hvernig staðan í málinu blasti við stuðningsmönnum Fischers sagði Sæmundur að þeim fyndist hún slæm því ekki væri ljóst hvers vegna það hefði verið bannað að heimsækja Fischer í fyrradag og í dag, en engar heimsóknir séu leyfðar um helgar. Fischer hefði verið settur einangrun og ástæðan væri líklega sú að eitthvað hefði komið upp á hjá honum en ekki að stuðningsmenn hans hefðu verið svo hættulegir. Sæmundur segir stuðningsmennina vonast til að ná Fischer út fyrir afmælisdaginn hans, 9. mars. Það sé ekki borin von að það takist. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir útlendingavegabréfinu sem gefið hefur verið út fyrir Bobby Fischer hér á landi. Einnig kom fram að keyptur hefur verið opinn flugmiði til Íslands fyrir Fischer og var skorað á japönsk yfirvöld að leysa hann úr haldi. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að stuðningsmenn hans hafi lýst vonbrigðum sínum með að japönsk yfirvöld hefðu enn ekki heimilað þeim að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Sæmundur segir að á fundinn hefðu komið blaðamenn hvaðanæva að, m.a. breskir, bandarískir og japanskir, sem hefðu spurt ýmissa spurninga. Fram hefði komið á fundinum að sendinefndin frá Íslandi væri óánægð með japönsk stjórnvöld og hversu illsamvinnþýð þau væru þrátt fyrir góða framkomu íslenskra stjórnvalda sem reynt hafi að gera allt sem þau gætu fyrir sendinefndina. Sæmundur sagði ekki ljóst hvernig færi með vegabréfið en sendinefndin vonaðist til að það kæmist í hendur lögmanns Fischers fljótlega. Hann segist aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum varðandi málið en beðið hefði verið um fund með þeim. Þeirri beiðni hefði ekki verið svarað fyrir lokun skrifstofa í dag sem hafi verið um það leyti sem blaðamannafundinum lauk. Sendinefndin yrði í sambandi við sendiherra Íslands í Japan um helgina til þess að ræða málið. Aðspurður hvernig staðan í málinu blasti við stuðningsmönnum Fischers sagði Sæmundur að þeim fyndist hún slæm því ekki væri ljóst hvers vegna það hefði verið bannað að heimsækja Fischer í fyrradag og í dag, en engar heimsóknir séu leyfðar um helgar. Fischer hefði verið settur einangrun og ástæðan væri líklega sú að eitthvað hefði komið upp á hjá honum en ekki að stuðningsmenn hans hefðu verið svo hættulegir. Sæmundur segir stuðningsmennina vonast til að ná Fischer út fyrir afmælisdaginn hans, 9. mars. Það sé ekki borin von að það takist.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira