Leituðu sannana fyrir skattsvikum 5. mars 2005 00:01 Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrannsóknarstjóra og tugur lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bókhaldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skattsvik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væri í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveitingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar aðgerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknastjóra. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri sagði að aðgerðin hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknamenn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingarstaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengda vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveitingarstaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrannsóknarstjóra og tugur lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bókhaldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skattsvik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væri í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveitingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar aðgerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknastjóra. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri sagði að aðgerðin hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknamenn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingarstaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengda vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveitingarstaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira