Erfitt að lýsa tilfinningunni 12. mars 2005 00:01 Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. „Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér,“ segir Hildur. Og hún segir sl. nótt hafa verið svefnlitla. Hildur sigraði Aðalheiði Ólafsdóttur í úrslitakeppni Idol stjörnuleitar í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld. Eitt hundrað þrjátíu og fimm þúsund atkvæði voru greidd, og var að sögn þáttastjórnendanna mjótt á mununum. Dómarar voru afar sáttir við frammistöðu beggja keppenda og sögðust telja stúlkurnar báðar eiga framtíðina fyrir sér í poppheiminum. Hildur Vala segir að þrátt fyrir að þátttakendur hafi allir verið að keppa að sama markinu hafi myndast mikil vinátta á milli þeirra. Það er ljóst að Idol-stjörnunnar bíður mikil vinna, en fyrst ætlar hún að hvíla sig. „Ég ætla að einbeita mér að því að hugsa um næstu daga og vikur,“ segir Hildur Vala, rám í röddinni eftir gærkvöldið og mikinn söng undanfarnar vikur. Hildur Vala segist sjálf vera ósköp venjuleg stelpa úr Vogunum í Reykjavík en greinilegt er að þjóðin er ekki á sama máli. Fyrir Idol - Stjörnuleit hafði hún unnið sér það helst til frægðar að sigra í karókíkeppni grunnskólanna með laginu Sound of Silence sem hún söng ásamt vinkonu sinni. Hún tekur æðinu í kringum keppnina með stóískri ró og segir daginn í dag í raun hafa verið skringilega venjulegan. Idol Tímamót Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Sjá meira
Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. „Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér,“ segir Hildur. Og hún segir sl. nótt hafa verið svefnlitla. Hildur sigraði Aðalheiði Ólafsdóttur í úrslitakeppni Idol stjörnuleitar í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld. Eitt hundrað þrjátíu og fimm þúsund atkvæði voru greidd, og var að sögn þáttastjórnendanna mjótt á mununum. Dómarar voru afar sáttir við frammistöðu beggja keppenda og sögðust telja stúlkurnar báðar eiga framtíðina fyrir sér í poppheiminum. Hildur Vala segir að þrátt fyrir að þátttakendur hafi allir verið að keppa að sama markinu hafi myndast mikil vinátta á milli þeirra. Það er ljóst að Idol-stjörnunnar bíður mikil vinna, en fyrst ætlar hún að hvíla sig. „Ég ætla að einbeita mér að því að hugsa um næstu daga og vikur,“ segir Hildur Vala, rám í röddinni eftir gærkvöldið og mikinn söng undanfarnar vikur. Hildur Vala segist sjálf vera ósköp venjuleg stelpa úr Vogunum í Reykjavík en greinilegt er að þjóðin er ekki á sama máli. Fyrir Idol - Stjörnuleit hafði hún unnið sér það helst til frægðar að sigra í karókíkeppni grunnskólanna með laginu Sound of Silence sem hún söng ásamt vinkonu sinni. Hún tekur æðinu í kringum keppnina með stóískri ró og segir daginn í dag í raun hafa verið skringilega venjulegan.
Idol Tímamót Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Sjá meira