Vistvænir íslenskir plómutómatar 17. mars 2005 00:01 Plómutómatar eru þeir tómatar sem mest eru notaðir til niðursuðu og þurrkunar. Þeir henta líka mjög vel til þess, þar sem þeir eru kjötmeiri en aðrir tómatar og ekki eins safaríkir. Gott er að búa til tómatsósur og pottrétti, bökur og þess háttar úr plómutómötum, en þeir eru einnig góðir í salöt, þar sem þeir eru sérlega bragðmiklir, sérstaklega ef þeir eru vel þroskaðir. Það er líka gott að steikja plómutómata og baka, þar sem ekki kemur eins mikill safi úr þeim og öðrum tómötum. Plómutómata á ekki að geyma í kæli, fremur en aðra tómata. Þeir eru bestir þegar þeir eru hárauðir en þó enn stinnir og þéttir. Ef nota á þá í sósu eða súpu mega þeir þó vel vera farnir að mýkjast. Nú eru íslenskir plómutómatar komnir á markaðinn. Þeir eru ræktaðir af Knúti Rafni Ármann og Helenu Hermundardóttur, garðyrkjubændum á Friðheimum í Biskupstungum og eru þau fyrst til að rækta þessa tómata í heilsársræktun. "Hér eftir ættu að vera til íslenskir plómutómatar árið um kring," segir Knútur Rafn. "Þetta er hluti af því sem við garðyrkjubændur erum að vinna í sem er að bjóða upp á þær tegundir sem neytendur vilja. Viðtökurnar hafa verið góðar og allt hefur selst sem hefur farið á markað," segir Knútur og bendir á að ræktunin í Friðheimum sé vottuð vistvæn ræktun.Plómutómatar í kryddolíu6-8 plómutómatar, þroskaðir10-12 mintulauf eða basilíkublöðnokkur piparkornsalt300 ml ólífuolía4-5 hvítlauksgeirar Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Nokkrir tómatbátar settir í krukku, 2-3 mintulauf, 2-3 piparkorn og svolítið salt, síðan meiri tómatar og þannig koll af kolli þar til tómatarnir eru uppurnir. Þrýst létt ofan á til að þjappa tómötunum ögn. Olía og hvítlaukur sett í pott, hitað og látið krauma í nokkrar mínútur en þess gætt að hvítlaukurinn brenni ekki. Sjóðheitri olíunni og hvítlauknum er svo hellt yfir tómatana. Látið kólna alveg og geymt í kæli í að minnsta kosti sólarhring. Þá má nota tómatana sem meðlæti með ýmsum mat, út á pasta, í salöt og margt annað. Þeir geymast í nokkra daga og svo má nota olíuna, t.d. í salatsósur og til að bragðbæta ýmsa rétti.Balsam-plómutómatar6-8 plómutómatar, þroskaðir4 msk. ólífuolía1 tsk. sykur, helst hrásykurnýmalaður piparsalt1/2 tsk. basilíka, þurrkuð (má sleppa)balsamedik300 g pasta, t.d. tagliatellehnefafylli af klettasalati Ofninn hitaður í 140°C. Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Dálítilli olíu dreift í eldfast mót og tómötunum raðað í það (hýðið látið snúa niður). Svolitlum sykri dreift yfir, tómatarnir kryddaðir með pipar, salti og e.t.v. þurrkaðri basilíku, og síðan er balsamedikinu ýrt yfir ásamt afganginum af olíunni. Sett í ofninn og bakað í 45-60 mínútur, eða þar til tómatarnir eru hálfþurrir og unaðslega bragðmiklir. Pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, hellt í sigti og síðan hvolft í skál eða á fat. Olíunni af tómötunum ýrt yfir og klettasalatinu blandað saman við. Tómötunum raðað ofan á. Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið
Plómutómatar eru þeir tómatar sem mest eru notaðir til niðursuðu og þurrkunar. Þeir henta líka mjög vel til þess, þar sem þeir eru kjötmeiri en aðrir tómatar og ekki eins safaríkir. Gott er að búa til tómatsósur og pottrétti, bökur og þess háttar úr plómutómötum, en þeir eru einnig góðir í salöt, þar sem þeir eru sérlega bragðmiklir, sérstaklega ef þeir eru vel þroskaðir. Það er líka gott að steikja plómutómata og baka, þar sem ekki kemur eins mikill safi úr þeim og öðrum tómötum. Plómutómata á ekki að geyma í kæli, fremur en aðra tómata. Þeir eru bestir þegar þeir eru hárauðir en þó enn stinnir og þéttir. Ef nota á þá í sósu eða súpu mega þeir þó vel vera farnir að mýkjast. Nú eru íslenskir plómutómatar komnir á markaðinn. Þeir eru ræktaðir af Knúti Rafni Ármann og Helenu Hermundardóttur, garðyrkjubændum á Friðheimum í Biskupstungum og eru þau fyrst til að rækta þessa tómata í heilsársræktun. "Hér eftir ættu að vera til íslenskir plómutómatar árið um kring," segir Knútur Rafn. "Þetta er hluti af því sem við garðyrkjubændur erum að vinna í sem er að bjóða upp á þær tegundir sem neytendur vilja. Viðtökurnar hafa verið góðar og allt hefur selst sem hefur farið á markað," segir Knútur og bendir á að ræktunin í Friðheimum sé vottuð vistvæn ræktun.Plómutómatar í kryddolíu6-8 plómutómatar, þroskaðir10-12 mintulauf eða basilíkublöðnokkur piparkornsalt300 ml ólífuolía4-5 hvítlauksgeirar Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Nokkrir tómatbátar settir í krukku, 2-3 mintulauf, 2-3 piparkorn og svolítið salt, síðan meiri tómatar og þannig koll af kolli þar til tómatarnir eru uppurnir. Þrýst létt ofan á til að þjappa tómötunum ögn. Olía og hvítlaukur sett í pott, hitað og látið krauma í nokkrar mínútur en þess gætt að hvítlaukurinn brenni ekki. Sjóðheitri olíunni og hvítlauknum er svo hellt yfir tómatana. Látið kólna alveg og geymt í kæli í að minnsta kosti sólarhring. Þá má nota tómatana sem meðlæti með ýmsum mat, út á pasta, í salöt og margt annað. Þeir geymast í nokkra daga og svo má nota olíuna, t.d. í salatsósur og til að bragðbæta ýmsa rétti.Balsam-plómutómatar6-8 plómutómatar, þroskaðir4 msk. ólífuolía1 tsk. sykur, helst hrásykurnýmalaður piparsalt1/2 tsk. basilíka, þurrkuð (má sleppa)balsamedik300 g pasta, t.d. tagliatellehnefafylli af klettasalati Ofninn hitaður í 140°C. Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Dálítilli olíu dreift í eldfast mót og tómötunum raðað í það (hýðið látið snúa niður). Svolitlum sykri dreift yfir, tómatarnir kryddaðir með pipar, salti og e.t.v. þurrkaðri basilíku, og síðan er balsamedikinu ýrt yfir ásamt afganginum af olíunni. Sett í ofninn og bakað í 45-60 mínútur, eða þar til tómatarnir eru hálfþurrir og unaðslega bragðmiklir. Pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, hellt í sigti og síðan hvolft í skál eða á fat. Olíunni af tómötunum ýrt yfir og klettasalatinu blandað saman við. Tómötunum raðað ofan á.
Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið