Ekki borgunarmaður skaðabóta 19. mars 2005 00:01 Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta. Hákon Eydal var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær og jafnframt til að greiða þremur börnum Sri Rahmawati samtals 22 milljónir króna í bætur, en gerð var krafa um bæði miskabætur og bætur vegna missis framfæranda. Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður barna Sri, segir aðspurð að litlar líkur séu á að börnin fái allar bæturnar. Trúlega muni ríkissjóður ábyrgjast allt að sex milljónum króna fyrir þau öll en að öðru leyti telji hún að Hákon sé ekki borgunarmaður fyrir restinni. Hákon mun væntanlega afplána dóminn á Litla-Hrauni en fangelsið er jafnframt vinnuhæli. Aðspurð hvort einhver möguleiki sé á því að Hákon vinni fyrir fjárhæðinni á Litla-Hrauni segir Helga að litlar líkur séu á því og hún viti ekki hvort Hákon hafi einhvern vilja til að reyna að greiða börnunum bætur fyrir móðurmissinn. Spurð hvort það sé þá til einhvers að dæma fólki jafnháar bætur segir Helga að kannski sé svo ekki. Það vilji því miður verða svo að ofbeldismenn af þessu tagi séu oftar en ekki eignalausir. Hún telur að breyta þurfi lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Sem dæmi nefnir hún miskabætur og segir að þær hafi ekki verið vísitölutengdar né hafi nokkur hækkun orðið á þeim frá árinu 1995. Miðað við dæmdar miskabætur í dag telji hún því fulla ástæðu til að endurskoða lögin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta. Hákon Eydal var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær og jafnframt til að greiða þremur börnum Sri Rahmawati samtals 22 milljónir króna í bætur, en gerð var krafa um bæði miskabætur og bætur vegna missis framfæranda. Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður barna Sri, segir aðspurð að litlar líkur séu á að börnin fái allar bæturnar. Trúlega muni ríkissjóður ábyrgjast allt að sex milljónum króna fyrir þau öll en að öðru leyti telji hún að Hákon sé ekki borgunarmaður fyrir restinni. Hákon mun væntanlega afplána dóminn á Litla-Hrauni en fangelsið er jafnframt vinnuhæli. Aðspurð hvort einhver möguleiki sé á því að Hákon vinni fyrir fjárhæðinni á Litla-Hrauni segir Helga að litlar líkur séu á því og hún viti ekki hvort Hákon hafi einhvern vilja til að reyna að greiða börnunum bætur fyrir móðurmissinn. Spurð hvort það sé þá til einhvers að dæma fólki jafnháar bætur segir Helga að kannski sé svo ekki. Það vilji því miður verða svo að ofbeldismenn af þessu tagi séu oftar en ekki eignalausir. Hún telur að breyta þurfi lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Sem dæmi nefnir hún miskabætur og segir að þær hafi ekki verið vísitölutengdar né hafi nokkur hækkun orðið á þeim frá árinu 1995. Miðað við dæmdar miskabætur í dag telji hún því fulla ástæðu til að endurskoða lögin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira