Fyrsta dag vikunnar var haldin alþjóðleg keppni fyrir unga hönnuði þar sem 37 ungir hönnuðir frá 23 löndum og héruðum frumsýndu hönnun sína við afskaplega fína athöfn.
En það er svartur blettur á tískuiðnaðinum í Kína. Alþjóðamarkaðir hafa áhyggjur af þessari tískuuppsveiflu í Kína og halda að fata- og textílhönnuðir frá Austurlöndum muni fylla markaðinn af ódýrum vörum með lágan gæðastaðal. Ríkisstjórnin viðurkennir þennan vanda og hefur reynt að leysa hann með því að hækka skatta á textílvörur og setja takmarkanir á framleiðslu tískuiðnaðarins.
Þetta vandamál setti aftur á móti ekki strik í reikninginn á tískuvikunni í Peking á dögunum þar sem litrík efni, flott form og öðruvísi hönnun en við Vesturlandabúar erum vanir gerði allt vitlaust og nokkuð víst að hönnuðir í Kína eiga eftir að láta mikið til sín taka á næstu árum, ef ekki mánuðum.


