Fréttastjóri í einn dag 1. apríl 2005 00:01 "Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarpsins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan útvarpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynningarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarpinu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veruleika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugðist í fyrstu taka starfinu svo: "Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi." Þetta þótti honum ekki ganga eftir. "Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar," sagði Auðun Georg. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
"Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarpsins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan útvarpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynningarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarpinu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veruleika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugðist í fyrstu taka starfinu svo: "Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi." Þetta þótti honum ekki ganga eftir. "Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar," sagði Auðun Georg.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira