Sagði sig frá starfinu 1. apríl 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson hætti í gær við að taka starfi fréttastjóra Útvarps, nokkrum klukkustundum eftir að hann sat fund þar sem hann óskaði eftir góðu samstarfi við fréttamenn en kvaðst skilja þá sem ekki vildu starfa með honum og ákvæðu að hætta. Fréttamenn hvöttu hann á móti til að taka ekki starfinu. Eitt af því sem reyndist Auðuni Georg erfitt er viðtal við Ingimar Karl Helgason, fréttamann Útvarps, þar sem hann varð tvísaga um hvort hann hefði átt fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, formanni útvarpsráðs. Auðun Georg telur Ingimar hafa lagt gildru fyrir sig í viðtalinu. "Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á," sagði Auðun Georg í yfirlýsingu sinni í gær." Ekki náðist í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra í gærkvöldi en hann sagði í viðtali á Stöð 2 að setja mætti spurningamerki við hvort fréttamenn hafi staðið rétt að verkum. "Ég segi það sem mína skoðun og hef nú haft orð á því í útvarpinu að það er furðu langt gengið í þessum fréttaflutningi og menn hafa notað sérhvert tækifæri sem þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt umboð, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins, til að koma að málflutningi sem er hagstæður þeirra málstað í þessu, inni í fréttum, inni í hinum og þessum dagskrárhornum, bæði í sjónvarpi og útvarpi," sagði Markús Örn. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, vildi ekki tjá sig efnislega um þá gagnrýni sem Auðun Georg setti fram á fréttamenn í yfirlýsingu sinni. Hann fagnar þó þeirri ákvörðun Auðuns að taka ekki starfinu og telur hana mjög skynsamlega. "Hann er maður að meiri að hafa gert þetta." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson hætti í gær við að taka starfi fréttastjóra Útvarps, nokkrum klukkustundum eftir að hann sat fund þar sem hann óskaði eftir góðu samstarfi við fréttamenn en kvaðst skilja þá sem ekki vildu starfa með honum og ákvæðu að hætta. Fréttamenn hvöttu hann á móti til að taka ekki starfinu. Eitt af því sem reyndist Auðuni Georg erfitt er viðtal við Ingimar Karl Helgason, fréttamann Útvarps, þar sem hann varð tvísaga um hvort hann hefði átt fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, formanni útvarpsráðs. Auðun Georg telur Ingimar hafa lagt gildru fyrir sig í viðtalinu. "Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á," sagði Auðun Georg í yfirlýsingu sinni í gær." Ekki náðist í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra í gærkvöldi en hann sagði í viðtali á Stöð 2 að setja mætti spurningamerki við hvort fréttamenn hafi staðið rétt að verkum. "Ég segi það sem mína skoðun og hef nú haft orð á því í útvarpinu að það er furðu langt gengið í þessum fréttaflutningi og menn hafa notað sérhvert tækifæri sem þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt umboð, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins, til að koma að málflutningi sem er hagstæður þeirra málstað í þessu, inni í fréttum, inni í hinum og þessum dagskrárhornum, bæði í sjónvarpi og útvarpi," sagði Markús Örn. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, vildi ekki tjá sig efnislega um þá gagnrýni sem Auðun Georg setti fram á fréttamenn í yfirlýsingu sinni. Hann fagnar þó þeirri ákvörðun Auðuns að taka ekki starfinu og telur hana mjög skynsamlega. "Hann er maður að meiri að hafa gert þetta."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira