Páfinn er látinn 2. apríl 2005 00:01 Jóhannes Páll páfi annar er látinn 84 ára að aldri. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, tilkynnti þetta klukkan 19.37 að íslenskum tíma. Heilsu páfa hafði farið mjög hrakandi undanfarnar vikur. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með andardrátt. Hjarta- og nýrnabilun varð páfanum að aldurtila. Flaggað var í hálfa stöng um alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víðsvegar um heim. "Englarnir bjóða þig velkominn," var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins eftir að Navarro-Valls hafði tilkynnt um andlát páfans. Tugir ef ekki hundruð þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar. Margir grétu af sorg, bjöllur glumdu og sálmar voru sungnir. Síðar brutust út fagnaðarlæti en það er ítalskur siður að votta merkum mönnum virðingu með lófaklappi. Skipun Pólverjans Karol Wojtyla í páfastól 16. október 1978 markaði að ýmsu leyti tímamót hjá kaþólsku kirkjunni. Fyrir utan að vera fyrsti Pólverjinn á páfastóli var Wojtyla jafnframt sá páfi 20. aldar sem var langyngstur er honum hlotnaðist sá heiður. Hann var þá 58 ára. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Aðeins einn páfi hefur setið lengur, það var Píus IX. Jóhannes Páll páfi annar hafði átt við veikindi að stríða í fjöldamörg ár. Ristilkrabbameinsæxli var skorið úr honum árið 1992. Hann fór úr axlarlið árið 1993, lærleggsbrotnaði árið 1994 og botnlanginn var fjarlægður árið 1996. Árið 2001, er páfi var kominn á níræðisaldurinn, var staðfest að hann þjáðist af Parkinsonsveiki. Ekki er vitað hver mun taka við af Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardináli má ræða opinberlega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa. Andlát Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Pólland Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Jóhannes Páll páfi annar er látinn 84 ára að aldri. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, tilkynnti þetta klukkan 19.37 að íslenskum tíma. Heilsu páfa hafði farið mjög hrakandi undanfarnar vikur. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með andardrátt. Hjarta- og nýrnabilun varð páfanum að aldurtila. Flaggað var í hálfa stöng um alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víðsvegar um heim. "Englarnir bjóða þig velkominn," var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins eftir að Navarro-Valls hafði tilkynnt um andlát páfans. Tugir ef ekki hundruð þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar. Margir grétu af sorg, bjöllur glumdu og sálmar voru sungnir. Síðar brutust út fagnaðarlæti en það er ítalskur siður að votta merkum mönnum virðingu með lófaklappi. Skipun Pólverjans Karol Wojtyla í páfastól 16. október 1978 markaði að ýmsu leyti tímamót hjá kaþólsku kirkjunni. Fyrir utan að vera fyrsti Pólverjinn á páfastóli var Wojtyla jafnframt sá páfi 20. aldar sem var langyngstur er honum hlotnaðist sá heiður. Hann var þá 58 ára. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Aðeins einn páfi hefur setið lengur, það var Píus IX. Jóhannes Páll páfi annar hafði átt við veikindi að stríða í fjöldamörg ár. Ristilkrabbameinsæxli var skorið úr honum árið 1992. Hann fór úr axlarlið árið 1993, lærleggsbrotnaði árið 1994 og botnlanginn var fjarlægður árið 1996. Árið 2001, er páfi var kominn á níræðisaldurinn, var staðfest að hann þjáðist af Parkinsonsveiki. Ekki er vitað hver mun taka við af Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardináli má ræða opinberlega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa.
Andlát Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Pólland Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira