Sundabraut fyrst eftir 10 ár? 5. apríl 2005 00:01 Hvernig má það vera að hvorki sé gert ráð fyrir Sundabraut né mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í nýrri samgönguáætlun samgönguráðherra sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þetta eru þær vegaframkvæmdir sem mest liggur á að ýta úr vör á landinu. Það er mikill misskilningur að þessar framkvæmdir séu fyrst og fremst í þágu höfuðborgarbúa og nágranna þeirra, alveg eins og þegar talað er um að jarðgöng á ýmsum stöðum á landinu séu aðeins fyrir viðkomandi byggðarlög. Auðvitað er ávinningurinn mestur hjá þeim sem næst þessum samgöngumannvirkjum búa, en mikil og dýr umferðarmannvirki eins og mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu og jarðgöng víða um landa, þjóna að sjálfsögðu landsmönnum öllum og eru til þess að samgangur og samskipti landsmanna allsstaðar á landinu aukist. Borgaryfirvöld og samgönguyfirvöld í landinu hafa löngum verið að kýta um samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu, en nú er kominn tími til að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri setjist niður og nái einhverri skynsamlegri sátt um þessi mál. Samgönguráðherra verður að átta sig á því að að hann er ráðherra samgöngumála fyrir landið allt og borgarstjórinn verður að hafa ákveðna stefnu í þessum málum fyrir hönd Reykvíkinga. Fram til þessa hefur heldur lítið borið á þingmönnum Reykvíkinga í baráttunni fyrir mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og lagningu Sundabrautar. Það er eins og þeim komi þetta mál lítið við. Landsbyggðarþingmenn eru miklu harðari í að berjast fyrir samgöngubótum í sínum kjördæmum, enda brenna samgöngumálin heitar á landsbyggðarfólki en þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar haldinn var almennur fundur um áframhald á breikkun Reykjanesbrautar mættu nær allir þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis. Hvenær hafa þingmenn Reykvíkinga og Kragans svokallaða sýnt álíka samstöðu? Þá ber líka að hafa í huga að flestir leiðtogar stjórnmálaflokkanna eru einmitt þingmenn höfuðborgarinnar. Eins og nú horfir verður umferð vart hleypt á fyrsta áfanga Sundabrautar fyrr en eftir um það bil tíu ár, nema eitthvað breytist fram að þeim tíma. Hönnun og undirbúningur verksins tekur langan tíma, og enn er ekki einu sinni búið að ákveða hvaða leið verður farin yfir Elliðaárvog. Menn geta rétt ímyndað sér hverskonar umferðaröngþveiti á eftir að myndast á vegum í nágrenni höfuðborgarinnar um helgar eftir tíu ár. Þá er óskiljanlegt hversvegna fyrirætlunum um mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er sífellt slegið á frest. Nú er sagt að gera eigi breytingar á þeim gatnamótum, sem bæði eigi að auka umferðaröryggi og greiða umferð um gatnamótin , en framkvæmdirnar eiga hinsvegar ekki að hefjast fyrr en á næsta ári. Hvað verða mörg slys og árekstrar þar fram að þeim tíma? Þetta eru fjölförnustu gatnamót landsins, og því ekki óeðlilegt að þar verði mörg óhöpp, en þegar búið er að sýna fram á að hægt væri að fækka þeim, hversvegna er þá ekki brugðist við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Hvernig má það vera að hvorki sé gert ráð fyrir Sundabraut né mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í nýrri samgönguáætlun samgönguráðherra sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þetta eru þær vegaframkvæmdir sem mest liggur á að ýta úr vör á landinu. Það er mikill misskilningur að þessar framkvæmdir séu fyrst og fremst í þágu höfuðborgarbúa og nágranna þeirra, alveg eins og þegar talað er um að jarðgöng á ýmsum stöðum á landinu séu aðeins fyrir viðkomandi byggðarlög. Auðvitað er ávinningurinn mestur hjá þeim sem næst þessum samgöngumannvirkjum búa, en mikil og dýr umferðarmannvirki eins og mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu og jarðgöng víða um landa, þjóna að sjálfsögðu landsmönnum öllum og eru til þess að samgangur og samskipti landsmanna allsstaðar á landinu aukist. Borgaryfirvöld og samgönguyfirvöld í landinu hafa löngum verið að kýta um samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu, en nú er kominn tími til að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri setjist niður og nái einhverri skynsamlegri sátt um þessi mál. Samgönguráðherra verður að átta sig á því að að hann er ráðherra samgöngumála fyrir landið allt og borgarstjórinn verður að hafa ákveðna stefnu í þessum málum fyrir hönd Reykvíkinga. Fram til þessa hefur heldur lítið borið á þingmönnum Reykvíkinga í baráttunni fyrir mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og lagningu Sundabrautar. Það er eins og þeim komi þetta mál lítið við. Landsbyggðarþingmenn eru miklu harðari í að berjast fyrir samgöngubótum í sínum kjördæmum, enda brenna samgöngumálin heitar á landsbyggðarfólki en þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar haldinn var almennur fundur um áframhald á breikkun Reykjanesbrautar mættu nær allir þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis. Hvenær hafa þingmenn Reykvíkinga og Kragans svokallaða sýnt álíka samstöðu? Þá ber líka að hafa í huga að flestir leiðtogar stjórnmálaflokkanna eru einmitt þingmenn höfuðborgarinnar. Eins og nú horfir verður umferð vart hleypt á fyrsta áfanga Sundabrautar fyrr en eftir um það bil tíu ár, nema eitthvað breytist fram að þeim tíma. Hönnun og undirbúningur verksins tekur langan tíma, og enn er ekki einu sinni búið að ákveða hvaða leið verður farin yfir Elliðaárvog. Menn geta rétt ímyndað sér hverskonar umferðaröngþveiti á eftir að myndast á vegum í nágrenni höfuðborgarinnar um helgar eftir tíu ár. Þá er óskiljanlegt hversvegna fyrirætlunum um mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er sífellt slegið á frest. Nú er sagt að gera eigi breytingar á þeim gatnamótum, sem bæði eigi að auka umferðaröryggi og greiða umferð um gatnamótin , en framkvæmdirnar eiga hinsvegar ekki að hefjast fyrr en á næsta ári. Hvað verða mörg slys og árekstrar þar fram að þeim tíma? Þetta eru fjölförnustu gatnamót landsins, og því ekki óeðlilegt að þar verði mörg óhöpp, en þegar búið er að sýna fram á að hægt væri að fækka þeim, hversvegna er þá ekki brugðist við?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun