24 hertekur stafræna heiminn 6. apríl 2005 00:01 Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ‘24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit). Leikurinn er gerður af Cambridge Studio sem er í eigu SCEE, og er leikurinn unninn í nánu samstarfi við Fox og framleiðendur, leiksjóra, handritshöfunda og leikara þáttanna. Leikurinn gerist milli seríu tvö og þrjú og svarar spurningum sem áður hefur verið ósvarað: Hver stóð á bakvið morðtilræðið á Palmer forseta ? Hvernig fékk Kim Bauer starf hjá CTU ? Hvernig byrjuðu Jack Bauer og Chase Edmunds að vinna saman ? Leikurinn inniheldur mjög spennandi upplýsingar fyrir aðdáendur þáttanna, ásamt því að innihalda spilun þar sem leikmenn eru stöðugt í tímapressu. Leikurinn inniheldur flesta leikarana úr fyrstu þremur seríum þáttanna og er óhætt að segja að í honum sé einhvert stærsta safn leikara sem sést hefur í leik hingað til. Talsetning þeirra, andlit og persónur hafa verið endursköpuð svo að leikmenn geti í alvöru orðið Jack Bauer (Keifer Sutherland), Kim Bauer (Elisha Cuthbert), Tony Almeida (Carlos Bernard) og aðrar persónur úr þáttunum. ‘24: The Game’ hefur fjölmarga söguþræði og inniheldur leikurinn meira en 100 verkefni sem blanda saman hinum ýmsu spilunarstílum, þar á meðal : - Fótgangandi þar sem þarf að skjóta, læðast um, leysa þrautir og skjóta af færi; - Bílaatriði sem eru allt frá því að elta bíla án þess að sjást að háhraða eltingaleikjum; - Yfirheyrslur þar sem þú þarft að neyða upplýsingar uppúr grunuðum og svo fá leikmenn fjölda af græjum sem nota þarf til að þýða dulmál og rannsaka gervihnattamyndir. Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ‘24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit). Leikurinn er gerður af Cambridge Studio sem er í eigu SCEE, og er leikurinn unninn í nánu samstarfi við Fox og framleiðendur, leiksjóra, handritshöfunda og leikara þáttanna. Leikurinn gerist milli seríu tvö og þrjú og svarar spurningum sem áður hefur verið ósvarað: Hver stóð á bakvið morðtilræðið á Palmer forseta ? Hvernig fékk Kim Bauer starf hjá CTU ? Hvernig byrjuðu Jack Bauer og Chase Edmunds að vinna saman ? Leikurinn inniheldur mjög spennandi upplýsingar fyrir aðdáendur þáttanna, ásamt því að innihalda spilun þar sem leikmenn eru stöðugt í tímapressu. Leikurinn inniheldur flesta leikarana úr fyrstu þremur seríum þáttanna og er óhætt að segja að í honum sé einhvert stærsta safn leikara sem sést hefur í leik hingað til. Talsetning þeirra, andlit og persónur hafa verið endursköpuð svo að leikmenn geti í alvöru orðið Jack Bauer (Keifer Sutherland), Kim Bauer (Elisha Cuthbert), Tony Almeida (Carlos Bernard) og aðrar persónur úr þáttunum. ‘24: The Game’ hefur fjölmarga söguþræði og inniheldur leikurinn meira en 100 verkefni sem blanda saman hinum ýmsu spilunarstílum, þar á meðal : - Fótgangandi þar sem þarf að skjóta, læðast um, leysa þrautir og skjóta af færi; - Bílaatriði sem eru allt frá því að elta bíla án þess að sjást að háhraða eltingaleikjum; - Yfirheyrslur þar sem þú þarft að neyða upplýsingar uppúr grunuðum og svo fá leikmenn fjölda af græjum sem nota þarf til að þýða dulmál og rannsaka gervihnattamyndir.
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira