Líkist Bankastræti á Menningarnótt 7. apríl 2005 00:01 „Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun. Róm virðist vera að springa utan af þeim hátt í fimm milljónum manna sem síðustu daga hafa bæst við þær þrjár milljónir sem búa í borginni. Yfirvöld hafa brugðið á það ráð að hvetja fólk til að halda sig fjarri miðborginni og fylgjast í staðinn með framvindu mála á risaskjám sem komið hefur verið upp úti um alla borgina. Íslenska sendinefndin sem verður við útförina á morgun lenti í Róm síðdegis. Steingrímur Ólafsson er í föruneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann segir að hverfin í kringum Vatíkanið og miðborg Rómar líkist Bankastræti á Menningarnótt. Varla sé hægt að ganga þar um án þess að rekast í fólk sem sé komið alls staðar að úr heiminum. Hins vegar sé öllu rólegra í hverfunum í kring. Steingrímur segir enn fremur að fulltrúar annarra landa í jarðarförinni sem hann hafi rætt við geti ekki annað en dáðst að skipulagi Ítala og hefði einn þeirra sagt að goðsagan um það hversu óskipulagði Ítalir væru hefði endanlega verið kveðin niður. Jarðarförin á morgun verður að öllum líkindum sá viðburður í heimssögunni þar sem flest fyrirmenni hafa komið saman. Gríðarleg öryggisgæsla er vegna þessa. Steingrímur segir að þarna séu samankomnir kóngar og drottningar, prinsar, hertogar, forsetar og forsætisráðherrar í röðum og hver um sig hafi sína öryggisgæslu sem síðan þurfi að samræma við ítölsk yfirvöld. Steingrímur segir að ef tekið hefði verið upp myndband án hljóðs gæti einhver ályktað að það hefði verið gerð stjórnarbylting í ríki í Suður-Ameríku, slíkur sé fjöldi hermanna og lögregluþjóna á götunum. Reyndin sé hins vegar sú að þeir séu afskaplega vingjarnlegir og reyni að greiða götu allra. Ítalir virðist leggjast á eitt um að jarðarförin gangi sem allra best á morgun en það séu önnur saga hvað gerist á morgun. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
„Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun. Róm virðist vera að springa utan af þeim hátt í fimm milljónum manna sem síðustu daga hafa bæst við þær þrjár milljónir sem búa í borginni. Yfirvöld hafa brugðið á það ráð að hvetja fólk til að halda sig fjarri miðborginni og fylgjast í staðinn með framvindu mála á risaskjám sem komið hefur verið upp úti um alla borgina. Íslenska sendinefndin sem verður við útförina á morgun lenti í Róm síðdegis. Steingrímur Ólafsson er í föruneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann segir að hverfin í kringum Vatíkanið og miðborg Rómar líkist Bankastræti á Menningarnótt. Varla sé hægt að ganga þar um án þess að rekast í fólk sem sé komið alls staðar að úr heiminum. Hins vegar sé öllu rólegra í hverfunum í kring. Steingrímur segir enn fremur að fulltrúar annarra landa í jarðarförinni sem hann hafi rætt við geti ekki annað en dáðst að skipulagi Ítala og hefði einn þeirra sagt að goðsagan um það hversu óskipulagði Ítalir væru hefði endanlega verið kveðin niður. Jarðarförin á morgun verður að öllum líkindum sá viðburður í heimssögunni þar sem flest fyrirmenni hafa komið saman. Gríðarleg öryggisgæsla er vegna þessa. Steingrímur segir að þarna séu samankomnir kóngar og drottningar, prinsar, hertogar, forsetar og forsætisráðherrar í röðum og hver um sig hafi sína öryggisgæslu sem síðan þurfi að samræma við ítölsk yfirvöld. Steingrímur segir að ef tekið hefði verið upp myndband án hljóðs gæti einhver ályktað að það hefði verið gerð stjórnarbylting í ríki í Suður-Ameríku, slíkur sé fjöldi hermanna og lögregluþjóna á götunum. Reyndin sé hins vegar sú að þeir séu afskaplega vingjarnlegir og reyni að greiða götu allra. Ítalir virðist leggjast á eitt um að jarðarförin gangi sem allra best á morgun en það séu önnur saga hvað gerist á morgun.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira