Milljónir við útför páfa 13. október 2005 19:01 Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm, í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni. Athöfnin var frekar látlaus en fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Lík hans hvíldi í afar einfaldri kistu úr kýprusviði sem borin var upp að altari við Péturskirkjuna. Joseph Ratzinger kardínáli messaði og sagði m.a. að fullvíst væri að hinn elskaði páfi stæði nú við glugga í húsi föðurins, sæi viðstadda og blessaði þá. Kistan var svo borin inn í kirkjuna, úr augsýn fjöldans. Þar var hún sett ofan í aðra kistu úr málmi, sem var svo aftur sett í eikarkistu, og loks grafin undir marmarahellu í grafhvelfingu undir kirkjunni. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Það var margt fyrirmenna og þjóðarleiðtoga við athöfnina, þar á meðal fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir athöfnina hafa snortið sig mjög og hún hafi einkennst bæði af sorg og gleði. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Pílagrímar eru nú farnir að tínast heim eftir útförina sem markar upphaf níu daga sorgartímabils. Þegar því lýkur munu kardínálar koma saman til fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa. Öryggisgæslan við útförina á sér vart fordæmi, frekar en mannfjöldinn sem var við athöfnina. Flug var bannað yfir borginni, auk þess sem herinn hafði mikinn viðbúnað. Flugvél var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun þar sem grunur lék á að sprengja væri um borð. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur.MYND/APMYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm, í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni. Athöfnin var frekar látlaus en fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Lík hans hvíldi í afar einfaldri kistu úr kýprusviði sem borin var upp að altari við Péturskirkjuna. Joseph Ratzinger kardínáli messaði og sagði m.a. að fullvíst væri að hinn elskaði páfi stæði nú við glugga í húsi föðurins, sæi viðstadda og blessaði þá. Kistan var svo borin inn í kirkjuna, úr augsýn fjöldans. Þar var hún sett ofan í aðra kistu úr málmi, sem var svo aftur sett í eikarkistu, og loks grafin undir marmarahellu í grafhvelfingu undir kirkjunni. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Það var margt fyrirmenna og þjóðarleiðtoga við athöfnina, þar á meðal fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir athöfnina hafa snortið sig mjög og hún hafi einkennst bæði af sorg og gleði. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Pílagrímar eru nú farnir að tínast heim eftir útförina sem markar upphaf níu daga sorgartímabils. Þegar því lýkur munu kardínálar koma saman til fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa. Öryggisgæslan við útförina á sér vart fordæmi, frekar en mannfjöldinn sem var við athöfnina. Flug var bannað yfir borginni, auk þess sem herinn hafði mikinn viðbúnað. Flugvél var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun þar sem grunur lék á að sprengja væri um borð. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur.MYND/APMYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira