Ógeðfelldar umferðarauglýsingar 11. apríl 2005 00:01 Á sama tíma og samgönguráðherra flutti landsmönnum þau ánægjulegu tíðindi að færri hafi slasast í umferðinni á síðsta ári en árið á undan, birtir Umferðarstofan nú í blöðum og á víðavangi ógeðfelldar auglýsingar, þar sem börn eru notuð til að vekja athygli á ýmislegu sem betur má fara í umferðinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem börn eru notuð í þessu skyni, og furðulegt eftir alla þá umræðu sem varð í vetur um börn í umferðarauglysingum, að sami leikur skuli nú endurtekinn. Tilgangurinn á greinilega að helga meðalið. Oft hefur verið rætt um að varasamt kunni að vera að nota börn í auglýsingum, nema vandað sé til verka, en þegar börn eru látin gretta sig og skæla i þessum auglýsingum og segja setningar eins og " drullaðu þér áfram, kallpungur" og "færðu þig, kelling" eða " ertu heilalaus, hálfvitinn þinn", er skotið yfir markið. Það er kannski ætlun þeirra sem að þessum auglýsingum standa, að ofbjóða fólki með myndum og texta og þannig sé tilganginum náð. Auglýsingarnar verði umtalaðar og um þær verði rætt og skrifað á opinberum vettvangi eins og hér. Það hlýtur að vera hægt að ná til vegfarenda með einhverjum öðrum hætti, og sannarlega er ástæða til þess að vekja athygli á hættum þeim sem við blasa í umferðinni. Eitt af því sem virðist hafa gefið góða raun til að koma í veg fyrir umferðarslys, er að lækka hámarkshraða í íbúðahverfum og setja þar upp hindranir og annað til að koma í veg fyrir hraðakstur. Í skýrslunni sem samgönguráðherra kynnti fyrir helgi kemur í ljós að flest banaslys í umferðinni verða úti á vegum, en ekki í þéttbýli. Áður var þessu öfugt farið, enda þá vegir varla til hraðaksturs og hlutfallslega mun meiri umferð í þéttbýli. Oft er hægt að rekja umferðarslys úti á vegum til hraðaksturs, og menn halda honum ekki niðri með auglýsingum af grettum börnum. Þar dugar ekkert annað en öflug og góð löggæsla. Það hefur sýnt sig að í þeim lögregluumdæmum þar sem lögð er áhersla á eftirlit með hraðakstri eru ökumenn á varðbergi, en láta svo kannski gamminn geysa þar sem eftirlit er minna. Þrjú lögregluembætti koma að umferðareftirliti á Holtavörðuheiði; lögreglan í Borgarnesi, á Hólmavík og Blönduósi. Þar virðast menn oft á tíðum gæta sín , sérstaklega þegar ekið er um Húnaþing. Ekki fer hinsvegar miklum sögum af eftirliti með hraðakstri víða í öðrum landsfjórðungum. Það gefur líka auga leið að þar sem aðeins fáir lögregluþjónar eru við störf er ekki mikið eftirlit. Þessu er nauðsynlegt að breyta og í því skyni væri áreiðanlegaq til bóta að stækka lögsagnarumdæmin þannig að lögregluyfirvöld gætu betur einbeitt sér að einstökum verkefnum. Ökumenn verða líklega ekki jafnmikið varir við vegaeftirlit lögreglu í Skaftafellssýslum og á leiðinni á milli Egilsstaða og Mývatns og í Húnaþingi . Í þessum landshlutum eru víða beinar og greiðar brautir og því full þörf á auknu eftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Á sama tíma og samgönguráðherra flutti landsmönnum þau ánægjulegu tíðindi að færri hafi slasast í umferðinni á síðsta ári en árið á undan, birtir Umferðarstofan nú í blöðum og á víðavangi ógeðfelldar auglýsingar, þar sem börn eru notuð til að vekja athygli á ýmislegu sem betur má fara í umferðinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem börn eru notuð í þessu skyni, og furðulegt eftir alla þá umræðu sem varð í vetur um börn í umferðarauglysingum, að sami leikur skuli nú endurtekinn. Tilgangurinn á greinilega að helga meðalið. Oft hefur verið rætt um að varasamt kunni að vera að nota börn í auglýsingum, nema vandað sé til verka, en þegar börn eru látin gretta sig og skæla i þessum auglýsingum og segja setningar eins og " drullaðu þér áfram, kallpungur" og "færðu þig, kelling" eða " ertu heilalaus, hálfvitinn þinn", er skotið yfir markið. Það er kannski ætlun þeirra sem að þessum auglýsingum standa, að ofbjóða fólki með myndum og texta og þannig sé tilganginum náð. Auglýsingarnar verði umtalaðar og um þær verði rætt og skrifað á opinberum vettvangi eins og hér. Það hlýtur að vera hægt að ná til vegfarenda með einhverjum öðrum hætti, og sannarlega er ástæða til þess að vekja athygli á hættum þeim sem við blasa í umferðinni. Eitt af því sem virðist hafa gefið góða raun til að koma í veg fyrir umferðarslys, er að lækka hámarkshraða í íbúðahverfum og setja þar upp hindranir og annað til að koma í veg fyrir hraðakstur. Í skýrslunni sem samgönguráðherra kynnti fyrir helgi kemur í ljós að flest banaslys í umferðinni verða úti á vegum, en ekki í þéttbýli. Áður var þessu öfugt farið, enda þá vegir varla til hraðaksturs og hlutfallslega mun meiri umferð í þéttbýli. Oft er hægt að rekja umferðarslys úti á vegum til hraðaksturs, og menn halda honum ekki niðri með auglýsingum af grettum börnum. Þar dugar ekkert annað en öflug og góð löggæsla. Það hefur sýnt sig að í þeim lögregluumdæmum þar sem lögð er áhersla á eftirlit með hraðakstri eru ökumenn á varðbergi, en láta svo kannski gamminn geysa þar sem eftirlit er minna. Þrjú lögregluembætti koma að umferðareftirliti á Holtavörðuheiði; lögreglan í Borgarnesi, á Hólmavík og Blönduósi. Þar virðast menn oft á tíðum gæta sín , sérstaklega þegar ekið er um Húnaþing. Ekki fer hinsvegar miklum sögum af eftirliti með hraðakstri víða í öðrum landsfjórðungum. Það gefur líka auga leið að þar sem aðeins fáir lögregluþjónar eru við störf er ekki mikið eftirlit. Þessu er nauðsynlegt að breyta og í því skyni væri áreiðanlegaq til bóta að stækka lögsagnarumdæmin þannig að lögregluyfirvöld gætu betur einbeitt sér að einstökum verkefnum. Ökumenn verða líklega ekki jafnmikið varir við vegaeftirlit lögreglu í Skaftafellssýslum og á leiðinni á milli Egilsstaða og Mývatns og í Húnaþingi . Í þessum landshlutum eru víða beinar og greiðar brautir og því full þörf á auknu eftirliti.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun