Kallaður í hópinn hjá Liverpool 12. apríl 2005 00:01 Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og kunnugt er fótbrotnaði Cisse illa í leik gegn Blackburn í október og það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem hann hóf að sparka í bolta á ný. "Hann mun ekki byrja leikinn en það gæti verið að við notum hann síðustu 20 mínúturnar eða svo. Hann sagðist fyrst vera tilbúinn fyrir tveimur vikum en við vildum vera alveg vissir áður en við völdum hann í hópinn," segir Rafael Benitez, sem mun ekki geta stillt upp Steven Gerrard í sínu liði í kvöld vegna smávægilegra meiðsla fyrirliðans. Talið er líklegt að Xabi Alonso verði settur beint í byrjunarliðið í stað Gerrards eftir þriggja mánaða hliðarlegu vegna meiðsla. "Mér líður ömurlega," segir Gerrard sem lýsir leiknum sem þeim stærsta sem hann hefur misst af með Liverpool. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Tórínó-borgar á mánudag. "Ég verð heima í sjúkrameðferð en mun horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég þoli það ekki. Þetta verður eins og á HM 2002 þegar ég þurfti að sitja heima alla keppnina. Ömurlegt," segir Gerrard. Fabio Capello hjá Juventus segir að lykillinn að því að sitt lið komist áfram sé þolinmæði. "Við þurfum að vera skynsamir og megum ekki flýta okkur um of að skora. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum sínum og við verðum að koma í veg fyrir þær," segir Capello, sem mun verða án David Trezeguet sem er meiddur. Pavel Nedved segist hafa lært mikið af fyrri leiknum gegn Liverpool og horfði auk þess á leik þeirra gegn Man.City í Englandi um helgina. "Nú veit ég að það má aldrei gleyma sér gegn Liverpool. Þá refsar liðið manni," segir Nedved. Leikur Liverpool og Juventus verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður sýnt frá hinum leik kvöldsins, viðureign PSV og Lyon. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og kunnugt er fótbrotnaði Cisse illa í leik gegn Blackburn í október og það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem hann hóf að sparka í bolta á ný. "Hann mun ekki byrja leikinn en það gæti verið að við notum hann síðustu 20 mínúturnar eða svo. Hann sagðist fyrst vera tilbúinn fyrir tveimur vikum en við vildum vera alveg vissir áður en við völdum hann í hópinn," segir Rafael Benitez, sem mun ekki geta stillt upp Steven Gerrard í sínu liði í kvöld vegna smávægilegra meiðsla fyrirliðans. Talið er líklegt að Xabi Alonso verði settur beint í byrjunarliðið í stað Gerrards eftir þriggja mánaða hliðarlegu vegna meiðsla. "Mér líður ömurlega," segir Gerrard sem lýsir leiknum sem þeim stærsta sem hann hefur misst af með Liverpool. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Tórínó-borgar á mánudag. "Ég verð heima í sjúkrameðferð en mun horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég þoli það ekki. Þetta verður eins og á HM 2002 þegar ég þurfti að sitja heima alla keppnina. Ömurlegt," segir Gerrard. Fabio Capello hjá Juventus segir að lykillinn að því að sitt lið komist áfram sé þolinmæði. "Við þurfum að vera skynsamir og megum ekki flýta okkur um of að skora. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum sínum og við verðum að koma í veg fyrir þær," segir Capello, sem mun verða án David Trezeguet sem er meiddur. Pavel Nedved segist hafa lært mikið af fyrri leiknum gegn Liverpool og horfði auk þess á leik þeirra gegn Man.City í Englandi um helgina. "Nú veit ég að það má aldrei gleyma sér gegn Liverpool. Þá refsar liðið manni," segir Nedved. Leikur Liverpool og Juventus verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður sýnt frá hinum leik kvöldsins, viðureign PSV og Lyon.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira