Braut lög en var sýknuð af kröfum 15. apríl 2005 00:01 Vegagerðin braut lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng árið 2003, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegagerðin var hins vegar sýknuð af bótakröfu Íslenskra aðalverktaka sem áttu lægsta boð í verkið þar sem fyrirtækinu hafði ekki tekist að sýna fram á tjón. Lögmaður Íslenskra aðalverktaka segir dóminn marka tímamót. Dóminum verður að öllum líkindum áfrýjað. Vegagerðin bauð í mars árið 2003 út Héðinsfjarðargöng og voru þau opnuð í maí. Þar kom í ljós að Íslenskir aðalverktakar og NCC áttu lægsta boð, tæplega 6,2 milljarða króna, sem var þremur prósentumt yfir kostnaðaráætlun og um 400 milljónum undir næsta boði. Í júlí var hins vegar ákveðið að fresta verkinu vegna þensluástands og öllum tilboðum hafnað. Íslenskir aðalverktakar sættu sig ekki við þetta og kærðu til kærunefndar útboðsmála sem komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að hafna öllum tilboðum hefði verið ólögmæt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu í dag. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu verkbjóðenda um bætur á þeirri forsendu að ekki hafi verið öruggt að þeir hefðu fengið verkið og að ekki hafi verið færðar óyggjandi sannanir fyrir því að fyrirtækin hefðu þarna orðið af arði af verkinu. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður verktakafyrirtækjanna, fagnar niðurstöðunni um að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi verið ólögmæt. Hann segir dóminn marka tímamót. Svona dómur hafi hvorki fallið hér á landi né annars staðar á Norðurlöndum og eftir því sem hann best viti ekki heldur í Evrópu. Fræðimenn hafi aðallega velt þessu fyrir sér hingað til. Jóhannes Karl telur rök dómsins fyrir að hafna bótakröfunni ekki fullnægjandi, tilboð umbjóðenda hans hafi verið það mikið undir næstlægsta boði og að það hafi verið yfir þeirri kostnaðaráætlun sem Vegagerðin gerði sjálf. Hann býst við að málinu verði áfrýjað. Þetta sé það mikið grundvallarmál um samskipti opinberra verkkaupa og verktaka að það verði að fá skýra niðurstöðu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Vegagerðin braut lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng árið 2003, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegagerðin var hins vegar sýknuð af bótakröfu Íslenskra aðalverktaka sem áttu lægsta boð í verkið þar sem fyrirtækinu hafði ekki tekist að sýna fram á tjón. Lögmaður Íslenskra aðalverktaka segir dóminn marka tímamót. Dóminum verður að öllum líkindum áfrýjað. Vegagerðin bauð í mars árið 2003 út Héðinsfjarðargöng og voru þau opnuð í maí. Þar kom í ljós að Íslenskir aðalverktakar og NCC áttu lægsta boð, tæplega 6,2 milljarða króna, sem var þremur prósentumt yfir kostnaðaráætlun og um 400 milljónum undir næsta boði. Í júlí var hins vegar ákveðið að fresta verkinu vegna þensluástands og öllum tilboðum hafnað. Íslenskir aðalverktakar sættu sig ekki við þetta og kærðu til kærunefndar útboðsmála sem komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að hafna öllum tilboðum hefði verið ólögmæt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu í dag. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu verkbjóðenda um bætur á þeirri forsendu að ekki hafi verið öruggt að þeir hefðu fengið verkið og að ekki hafi verið færðar óyggjandi sannanir fyrir því að fyrirtækin hefðu þarna orðið af arði af verkinu. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður verktakafyrirtækjanna, fagnar niðurstöðunni um að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi verið ólögmæt. Hann segir dóminn marka tímamót. Svona dómur hafi hvorki fallið hér á landi né annars staðar á Norðurlöndum og eftir því sem hann best viti ekki heldur í Evrópu. Fræðimenn hafi aðallega velt þessu fyrir sér hingað til. Jóhannes Karl telur rök dómsins fyrir að hafna bótakröfunni ekki fullnægjandi, tilboð umbjóðenda hans hafi verið það mikið undir næstlægsta boði og að það hafi verið yfir þeirri kostnaðaráætlun sem Vegagerðin gerði sjálf. Hann býst við að málinu verði áfrýjað. Þetta sé það mikið grundvallarmál um samskipti opinberra verkkaupa og verktaka að það verði að fá skýra niðurstöðu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira