Átak gegn hungri og fátækt 19. apríl 2005 00:01 Meðal margra góðra gesta sem komu hingað til lands í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var einn fyrrverandi forseti - Mary Robinson frá Írlandi. Hún hefur löngum vakið eftirtekt fyrir skeleggan málflutning í ýmsum málum og þess vegna hefur hún kannski skapað sér óvinsældir þeirra sem hún hefur verið að gagnrýna. Hún er nú forstöðumaður Oxfam mannréttindasamtakanna, sem berjast gegn hungri og fátækt í heiminum. Í viðtali við Fréttablaðið á sunnudag vakti hún athygli á þeirri ógnvænlegu staðreynd að í viku hverri deyja um 30 þúsund börn í heiminum vegna hungurs og sjúkdóma. Hún sagði að þetta væri það sem skelfdi sig hvað mest af þeim hörmungum sem mannkynið þarf að glíma við. Orðrétt sagði hún síðan: "Þetta samsvarar öllu því mannfalli sem varð vegna flóðanna í Asíu um áramótin, munurinn er bara sá að þetta gerist í hverri viku, allt árið um kring, 52 flóðbylgjur á ári. Hvers vegna vekur þetta ekki meiri viðbrögð hjá okkur en raun ber vitni?" spyr hún og segir þennan vanda lykilatriði í mannréttindabaráttu heimsbyggðarinnar. Já, hversvegna vekur þetta ekki meiri viðbrögð og athygli. Það er von að spurt sé. Öðru hvoru fyllast allir miðlar heims af fréttum af hörmungum á einstökum landsvæðum, menn rjúka upp til handa og fóta, hefja söfnun og sendiboðar segja ítarlega frá hörmungunum á viðkomandi stöðum. Þetta stendur í nokkrar vikur eða mánuði, og svo gleymist fólkið sem býr við þessar hörmungar. Þetta er að vísu ekki algilt, því víða um heim fer fram hjálparstarf í kyrrþey, sem stendur svo árum skiptir og hefur mjög mikið að segja. Þar hafa Íslendingar komið við sögu á nokkrum stöðum og er skemmst að minnast viðtals við Njörð P. Njarðvík um hjálparstarf sem hann hefur tekið þátt í í Togo í Afríku. Heimurinn verður að bregðast við þessu vandamáli, sérstaklega þær þjóðir þar sem hagsældin er mest. Þessar staðreyndir um hörmungar og fátækt birtast oft við hlið stríðsfrétta og vopnuð átök. Það virðist aldrei skorta fé þegar stríð er annars vegar. Robinson vék að stríðstólum í viðtalinu á sunnudag og sagði þá: "Byssur og rifflar eru í mínum huga hin raunverulegu gereyðingarvopn heimsbyggðarinnar, þó ógn stafi líka af öðrum stærri. Staðreyndin er sú að handvopn eru þau vopn sem deyða langflesta í heiminum og stafar konum sérstaklega hætta af þessum vopnum þar sem þeim er iðulega beitt þar sem konum er nauðgað með vopnavaldi," segir Mary Robinson. Og hún er ekki sátt við þá tvöfeldni sem forysturíki heimsins, Bandaríkin og Bretland, sýna á þessu sviði. "Forystumenn þeirra tala fjálglega um mannréttindi og hörmungar í heiminum en stunda síðan gríðarlega vopnasölu um allan heim vitandi það að þessi vopn eru oft aðaluppsretta hörmunganna," segir hún. Það er óhætt að taka undir með Mary Robinson í þessum efnum og hvetja til þess að fjármunum sé frekar varið til hjálpar fátækum og þeim sem líða skort í stað vopnaviðskipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Meðal margra góðra gesta sem komu hingað til lands í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var einn fyrrverandi forseti - Mary Robinson frá Írlandi. Hún hefur löngum vakið eftirtekt fyrir skeleggan málflutning í ýmsum málum og þess vegna hefur hún kannski skapað sér óvinsældir þeirra sem hún hefur verið að gagnrýna. Hún er nú forstöðumaður Oxfam mannréttindasamtakanna, sem berjast gegn hungri og fátækt í heiminum. Í viðtali við Fréttablaðið á sunnudag vakti hún athygli á þeirri ógnvænlegu staðreynd að í viku hverri deyja um 30 þúsund börn í heiminum vegna hungurs og sjúkdóma. Hún sagði að þetta væri það sem skelfdi sig hvað mest af þeim hörmungum sem mannkynið þarf að glíma við. Orðrétt sagði hún síðan: "Þetta samsvarar öllu því mannfalli sem varð vegna flóðanna í Asíu um áramótin, munurinn er bara sá að þetta gerist í hverri viku, allt árið um kring, 52 flóðbylgjur á ári. Hvers vegna vekur þetta ekki meiri viðbrögð hjá okkur en raun ber vitni?" spyr hún og segir þennan vanda lykilatriði í mannréttindabaráttu heimsbyggðarinnar. Já, hversvegna vekur þetta ekki meiri viðbrögð og athygli. Það er von að spurt sé. Öðru hvoru fyllast allir miðlar heims af fréttum af hörmungum á einstökum landsvæðum, menn rjúka upp til handa og fóta, hefja söfnun og sendiboðar segja ítarlega frá hörmungunum á viðkomandi stöðum. Þetta stendur í nokkrar vikur eða mánuði, og svo gleymist fólkið sem býr við þessar hörmungar. Þetta er að vísu ekki algilt, því víða um heim fer fram hjálparstarf í kyrrþey, sem stendur svo árum skiptir og hefur mjög mikið að segja. Þar hafa Íslendingar komið við sögu á nokkrum stöðum og er skemmst að minnast viðtals við Njörð P. Njarðvík um hjálparstarf sem hann hefur tekið þátt í í Togo í Afríku. Heimurinn verður að bregðast við þessu vandamáli, sérstaklega þær þjóðir þar sem hagsældin er mest. Þessar staðreyndir um hörmungar og fátækt birtast oft við hlið stríðsfrétta og vopnuð átök. Það virðist aldrei skorta fé þegar stríð er annars vegar. Robinson vék að stríðstólum í viðtalinu á sunnudag og sagði þá: "Byssur og rifflar eru í mínum huga hin raunverulegu gereyðingarvopn heimsbyggðarinnar, þó ógn stafi líka af öðrum stærri. Staðreyndin er sú að handvopn eru þau vopn sem deyða langflesta í heiminum og stafar konum sérstaklega hætta af þessum vopnum þar sem þeim er iðulega beitt þar sem konum er nauðgað með vopnavaldi," segir Mary Robinson. Og hún er ekki sátt við þá tvöfeldni sem forysturíki heimsins, Bandaríkin og Bretland, sýna á þessu sviði. "Forystumenn þeirra tala fjálglega um mannréttindi og hörmungar í heiminum en stunda síðan gríðarlega vopnasölu um allan heim vitandi það að þessi vopn eru oft aðaluppsretta hörmunganna," segir hún. Það er óhætt að taka undir með Mary Robinson í þessum efnum og hvetja til þess að fjármunum sé frekar varið til hjálpar fátækum og þeim sem líða skort í stað vopnaviðskipta.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun