Tryllt árás í miðbænum 19. apríl 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum. Myndbandið er í höndum lögreglunnar. Maðurinn sem fyrst varð fyrir árás hópsins segir að hann hafi ásamt félögum sínum verið framarlega í röð Hverfisbarsins þegar hópur ungra manna hafi reynt að troða sér fram fyrir. Hann hafi snúið sér við og bent hópnum á að það væri röð og með það sama verið sleginn niður. Hann hafi kastast í útvegg staðarins og rotast. Hann viti ekki meir. Hann hafi fengð heilahristing við árásina auk þess að vera lemstraður. Lögreglan hafi flutt hann á slysadeild. Honum hefur verið sagt að annar maður úr röðinni sem hann ekki þekki hafi stokkið til sér til bjargar þar sem barsmíðarnar, spörk og hnefahökk, hafi dunið á honum þar sem hann lá rotaður. Hópurinn hafi einnig ráðist á þann. Yfirdyravörður á Hverfisbarnum, Skúli Guðmundsson, segir árásarmennina hafa staðið utan við barinn um tvö leytið á laugardagskvöldið og viljað inn. Hann staðfestir lýsingu mannsins á upphafi árásarinnar. "Þeir hoppa tveir til þrír í manninn og síðan voru þeir farnir. Þetta gerðist mjög snöggt. Við stóðum eftir og trúðum ekki að þetta hafi gerst," segir Skúli. Árásin sé ekki líkri neinni annarri sem hann hafi orðið vitni af. Hún hafi komið þeim dyravörðunum í opna skjöldu. Þeir hafi hræðst um líf sitt og kallað til lögreglu. Hann hafi ekki brugðist við af vana og sé enn í áfalli eftir að hafa horft á árásina á manninn. "Ég varð hálf dofinn því ég hef aldrei lent í svona áður. Tryllingurinn og brjálæðið var svo mikið og ekki bara hjá einum manni eins og við sjáum heldur hjá öllum hópnum. Hann var gjörsamlega trylltur," segir Skúli. Stefán Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður segir hlustað á vitni áður en sakborningar séu kallaði í yfirheyslu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum. Myndbandið er í höndum lögreglunnar. Maðurinn sem fyrst varð fyrir árás hópsins segir að hann hafi ásamt félögum sínum verið framarlega í röð Hverfisbarsins þegar hópur ungra manna hafi reynt að troða sér fram fyrir. Hann hafi snúið sér við og bent hópnum á að það væri röð og með það sama verið sleginn niður. Hann hafi kastast í útvegg staðarins og rotast. Hann viti ekki meir. Hann hafi fengð heilahristing við árásina auk þess að vera lemstraður. Lögreglan hafi flutt hann á slysadeild. Honum hefur verið sagt að annar maður úr röðinni sem hann ekki þekki hafi stokkið til sér til bjargar þar sem barsmíðarnar, spörk og hnefahökk, hafi dunið á honum þar sem hann lá rotaður. Hópurinn hafi einnig ráðist á þann. Yfirdyravörður á Hverfisbarnum, Skúli Guðmundsson, segir árásarmennina hafa staðið utan við barinn um tvö leytið á laugardagskvöldið og viljað inn. Hann staðfestir lýsingu mannsins á upphafi árásarinnar. "Þeir hoppa tveir til þrír í manninn og síðan voru þeir farnir. Þetta gerðist mjög snöggt. Við stóðum eftir og trúðum ekki að þetta hafi gerst," segir Skúli. Árásin sé ekki líkri neinni annarri sem hann hafi orðið vitni af. Hún hafi komið þeim dyravörðunum í opna skjöldu. Þeir hafi hræðst um líf sitt og kallað til lögreglu. Hann hafi ekki brugðist við af vana og sé enn í áfalli eftir að hafa horft á árásina á manninn. "Ég varð hálf dofinn því ég hef aldrei lent í svona áður. Tryllingurinn og brjálæðið var svo mikið og ekki bara hjá einum manni eins og við sjáum heldur hjá öllum hópnum. Hann var gjörsamlega trylltur," segir Skúli. Stefán Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður segir hlustað á vitni áður en sakborningar séu kallaði í yfirheyslu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira