Ekki hræddir við Chelsea 25. apríl 2005 00:01 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Rafael Benitez hjá Liverpool segir sína menn klára í slaginn annað kvöld og segir þá ekki hrædda við Chelsea. Milan eygir úrslitaleikinn "Við höfum þegar náð því takmarki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þangað, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina," sagði Ancelotti í samtali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslitaleiksins, en brasilíski varnarmaðurinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hollenska liðið, sem hefur náð frábærum árangri í vetur. "Við erum enn minnugir leikjanna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þessari keppni," sagði bakvörðurinn sterki. Ekki hræddir við Chelsea Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er hóflega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea annað kvöld og segist gera sér grein fyrir að það verði gríðarlega erfiður leikur. "Við höfum náð lengra en flestir spáðu í þessari keppni, en ég held að sjálfstraust leikmanna minna sé í fínu lagi eftir að við lögðum Juventus. Við gerum okkur ljóst að leikurinn við Chelsea verður mjög erfiður af þeirri einföldu staðreynd að þar er á ferð eitt besta lið í heiminum. Við erum hins vegar ekkert hræddir," sagði Benitez, en hin getspaka eiginkona hans er sögð vera búin að spá því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Rafael Benitez hjá Liverpool segir sína menn klára í slaginn annað kvöld og segir þá ekki hrædda við Chelsea. Milan eygir úrslitaleikinn "Við höfum þegar náð því takmarki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þangað, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina," sagði Ancelotti í samtali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslitaleiksins, en brasilíski varnarmaðurinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hollenska liðið, sem hefur náð frábærum árangri í vetur. "Við erum enn minnugir leikjanna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þessari keppni," sagði bakvörðurinn sterki. Ekki hræddir við Chelsea Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er hóflega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea annað kvöld og segist gera sér grein fyrir að það verði gríðarlega erfiður leikur. "Við höfum náð lengra en flestir spáðu í þessari keppni, en ég held að sjálfstraust leikmanna minna sé í fínu lagi eftir að við lögðum Juventus. Við gerum okkur ljóst að leikurinn við Chelsea verður mjög erfiður af þeirri einföldu staðreynd að þar er á ferð eitt besta lið í heiminum. Við erum hins vegar ekkert hræddir," sagði Benitez, en hin getspaka eiginkona hans er sögð vera búin að spá því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira